21.12.1974
Sameinað þing: 30. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1358 í B-deild Alþingistíðinda. (1167)

1. mál, fjárlög 1975

Gunnlaugur Finnsson:

Herra forseti. Með tilliti til þeirra óvenjulegu áfalla, sem flugfélagið Ernir hefur orðið fyrir á þessu ári, eftir að ný flugvél félagsins eyðilagðist á s.l. sumri á Bíldudal og nú í nótt hafa eyðilagst eða stórskemmst í eldi þær vélar sem félagið átti eftir, og þar sem starfsemi félagsins er orðin snar þáttur í samgöngumálum á milli héraða á Vestfjörðum auk þess áð gegna mikilvægu hlutverki í öryggismálum fjórðungsins, þá tel ég málið stærra en svo að það verði leyst innan þess ramma, sem styrkir til sjúkraflugs marka, og í trausti þess að stjórnvöld taki þetta mál sérstaklega fyrir, þá mun ég standa við þá afgreiðslu, sem ég átti hlut að í fjvn., og segi nei.