11.03.1975
Sameinað þing: 49. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2267 í B-deild Alþingistíðinda. (1824)

324. mál, vanskil á stofnlánum hjá Fiskveiðasjóði Íslands og Byggðasjóði

Sjútvrh. (Matthías Bjarnason) :

Herra forseti. Eins og hv. fyrirspyrjandi tók fram, þá spyr hann um vanskil togara við tvo stofnlánasjóði, Fiskveiðasjóð og Byggðasjóð, 1. jan. 1975, og jafnframt hvernig vanskilin skiptast eftir kjördæmum. Áður en ég svara spurningunum vil ég vekja athygli á því, að allir stærri togararnir eru hjá Ríkisábyrgðasjóði og spurningin fjallar ekki um vanskil við hann. Þess vegna leitaði ég ekki þangað. Ég vil taka þetta fram, því að ekki koma fram í þessari upptalningu nema vanskil við þessa tvo sjóði.

Vanskilin við Fiskveiðasjóð eru með þeim hætti að Fiskveiðasjóður hefur lánað til 30 togara. Þar af eru í vanskilum 21 togari, 9 eru í skilum. 8 skip eru óafgreidd, sem Fiskveiðasjóður kemur til með að lána til. Vanskilin eru samtals 110 349 996 kr. við Fiskveiðasjóð og eru þá talin saman afborganavanskil og vaxtavanskil. Þau skiptast þannig eftir kjördæmum:

Reykjavík

kr.

5 806 236

Vesturl.

4 684 537

Vestf.

8659303

Norðurl. v.

43 330 668

Norðurl. e.

22 732 268

Austf.

23 849 925

Suðurl.

1287 069

Eitt kjördæmi, Reykjaneskjördæmi, er ekki með vanskil, enda er aðeins lánað til tveggja skipa í því kjördæmi og það lán var veitt á s. l. ári og engin afborgun fallin. Hins vegar er fjöldi óafgreiddra skipa í það kjördæmi þrjú.

Vanskil togara við Byggðasjóð eru samtals 8 millj. 522 þús. kr. Þau skiptast þannig eftir kjördæmum :

Vestfirðir

kr.

2 478 000

Norðurl. v.

3 926 000

Austurland

-

849 000

Reykjavík

-

1269000

Önnur kjördæmi eru ekki með vanskil. Ég tel að ég hafi þá svarað fsp. hv. þm.