21.11.1974
Efri deild: 9. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 298 í B-deild Alþingistíðinda. (198)

24. mál, innheimta gjalda með viðauka

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Hér er til umr. frv. sem er gamall kunningi úr þingsölum og er um að ríkisstj. sé heimilt að innheimta á árinu 1975 með viðauka eftirtalin gjöld ríkissjóðs: stimpilgjöld af öðru en afsölum fyrir fasteignum og skipum, leigusamningum um jarðir og lóðir af kaupmálum með 140% viðauka svo og viðauka leyfisbréfagjalda annarra en þeirra sem um ræðir í aukatekjulögum, nr. 104/1965.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta mál. Það hefur verið hér á dagskrá ár eftir ár nú um margra ára bil. Hins vegar sýnist mér að við þá endurskoðun, sem fer fram á innheimtu tiltekinna gjalda hjá ríkissjóði, megi nú búast við því að slíkt frv. þurfi ekki að sjást hér í sölum Alþ. aftur.

Ég legg til, herra forseti, að að lokinni þessari umr. verði frv. vísað til hv. fjh.- og viðskn.