22.04.1975
Neðri deild: 71. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3144 í B-deild Alþingistíðinda. (2351)

204. mál, ráðstafanir í efnahagsmálum

Sighvatur Björgvinsson:

Virðulegi forseti. Það fór þá ekki svo að þeir hv. framsóknarmenn hefðu ekki eitthvað að segja. Ég ætla nú ekki að fara að flytja hér almenna eldhúsdagsræðu um efnahagsmál eins og síðasti hv. ræðumaður. Ég vil aðeins vekja athygli á því að framan af sinni ítarlegu ræðu gaf hann ófagrar lýsingar á efnahagsástandinu í landinu, gaf hann ófagrar lýsingar á skuldasöfnun þjóðarinnar erlendis, gaf hann ófagrar lýsingar á þeirri gjaldeyrisþurrð sem verið hefur og skapast hefur, gaf hann ófagra lýsingu á ástandinu eftir að flokkur hans, Framsfl., hafði farið með forustu í ríkisstj. í þrjú ár og með yfirstjórn gjaldeyrismála og viðskiptamála þjóðarinnar í 8 mánuði. Þessi lýsing, sem hv. síðasti ræðumaður dró upp hér í nokkuð löngu máli, var sem sé lýsingin á árangrinum af stjórnarforustu Framsfl. og lýsingin á árangrinum af stjórn Framsfl. á gjaldeyris- og viðskiptamálum þjóðarinnar í átta mánuði. Ég vil einnig vekja athygli á því að hv. þm. tók þráfaldlega fram í ræðu sinni að það hefði ekki verið breytt um stefnu þó að ný ríkisstj. væri komin til valda. Það er þarflegt og gott að við stjórnarandstæðingar, a. m. k. við Alþfl.- menn, minnum þá ágætu sjálfstæðismenn á það að enn hafi ekki verið breytt um þá stefnu sem hafði það í för með sér sem var lýst í máli þess sem talaði hér á undan mér. En það er enn þá betra ef samstarfsmenn sjálfstæðismanna í ríkisstj., framsóknarmenn, taka í árina með okkur og minna sjálfstæðismenn á það, að stefnunni hefur ekki verið breytt.

Ég sagði það áðan að ég ætlaði ekki að setja á langa tölu. Hins vegar kemst ég ekki hjá því að fara nokkrum orðum um það mál sem mest hefur verið rætt hér í dag og mestum deilum valdið, en það eru skattalagabreytingar sem frv. gerir ráð fyrir og er nú verið að afgreiða í þessari hv. d. Afgreiðsla málsins hjá meiri hl. n. þeirrar, sem um málið fjallaði, fjh.- og viðskn. þessarar hv. d., svo og atkvgr. í dag, leiða berlega í ljós að stjórnarmeirihl. á þingi það hefur verið talað um miklar framkvæmdir á Miðnesheiði, Keflavíkurflugvelli (Gripið fram í.) Jú, en ég vil minna hv. 3. þm. Reykv. á að framkvæmdirnar í Þorlákshöfn voru ákveðnar í tíð vinstri stjórnarinnar, framkvæmdirnar í Grindavík voru sömuleiðis ákveðnar í tíð vinstri stjórnarinnar. Og þá er ég kominn að járnblendiverksmiðjunni. Mér liggur við að segja: Í upphafi skapaði guð himin og jörð og Magnús Kjartansson málmblendiverksmiðjuna. Ég lít svo á að hann sé raunverulega faðir málmblendiverksmiðjunnar. Hann stóð fyrir samningum við Union Carbide í marga mánuði, — ég veit ekki hvort það voru mörg ár, en a. m. k. í marga mánuði, — og hann mun hafa lýst því yfir í sérstöku bréfi sem skrifað var á sínum tíma til Union Carbide að hann og ríkisstj. hefðu áhuga á að koma þessu máli í höfn. Það má sjálfsagt deila um samningana sem slíka, en ég hygg að það sé óhrekjanleg söguleg staðreynd að hv. 3. þm. Reykv. hafði forustu í þessu máli frá byrjun.

Umr framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli er það að segja að ég er ekkert viss um að framkvæmdir verði þar meiri á þessu ári en þær voru á sumum árum vinstri stjórnarinnar. Það voru geysilegar framkvæmdir til dæmis þegar verið var að lengja flugbrautina á Keflavíkurflugvelli sem var mjög mikil framkvæmd. Ég hef að vísu engar tölur til þess að bera þetta saman, en ég er ekki viss um að á þessu ári verði meiri framkvæmdir þarna suður frá en voru stundum á árum áður.

Ég hef nú drepið á víð og dreif á ýmislegt sem borið hefur á góma í þessum umr. Ég vil að lokum leyfa mér að vísa hér til kafla úr stjórnmálaályktun aðalfundar miðstjórnar Framsfl. sem var samþ. á aðalfundinum núna um helgina og var svo hljóðandi, með leyfi hæstv. forseta:

„Það olli vonbrigðum að vinstri stjórnin varð að hverfa frá áður en hún hafði lokið verkefnum sínum. Fundurinn vonar að núv. ríkisstj. takist að leysa þann efnahagsvanda sem við er að fást. Ríkisstj. hefur síðan hún var mynduð unnið að því að tryggja afkomugrundvöll atvinnuveganna og atvinnuöryggi í landinu, í því skyni var gengisbreytingin í september framkvæmd og þær ráðstafanir sem henni fylgdu. En sökum síversnandi viðskiptakjara reyndust þær ráðstafanir ónógar og ný gengisbreyting í febr. varð óhjákvæmileg. Í kjölfar hennar fylgja ýmsar ráðistafanir í efnahagsmálum og fjármálum til þess að stuðla að jafnvægi í þjóðarbúskapnum og treysta undirstöðu atvinnu og lífskjara.

Aðalfundur miðstjórnar Framsfl. 1975 lýsir stuðningi sínum við ráðstafanir ríkisstj. sem miða að því að dreifa þeim byrðum, sem bera þarf, sem réttlátast á þegna þjóðfélagsins og vinna sem fyrst bug á þeim erfiðleikum sem við er að fást.

Fundurinn telur þau viðbrögð réttust og stórmannlegust að sá samdráttur, sem nú um hríð er óumflýjanlegur eftir mikið þenslutímabil, komi að verulegu leyti fram í minnkandi einkaneyslu frekar en minni atvinnuuppbyggingu og opinberum þjónustuframkvæmdum.

Sem félagshyggjuflokkur hlýtur Framsfl. að vara við því, að tekjur ríkisins séu rýrðar með því að lengra sé gengið í lækkun skatta. Af því hlyti að leiða minni félagslegar framkvæmdir.

Fundurinn vill þó vekja athygli á því að enn er þörf frekari aðgerða á ýmsum sviðum ef tryggja á jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Fundurinn bendir á þann mikla vanda, sem leysa þarf áður en lög um launajöfnunarbætur falla úr gildi 1. júní n. k. Nauðsynlegt er að endurskoða tilhögun vísitölubóta á kaupgjald.

Fundurinn telur sjálfsagt að launþegar njóti verðtryggingar kaupgjalds, en það verður að gerast með þeim hætti að komist verði sem mest hjá skaðlegum áhrifum á verðlagsþróunina og það torveldi ekki almenna stjórn efnahags- og fjármála. Fundurinn telur ótækt að skattheimta til sameiginlegra þarfa þegnanna, sem ákveðin er af lýðræðislega kjörnum fulltrúum þjóðarinnar, hafi gegnum vísitölukerfið áhrif til almennar kauphækkunar.“