07.05.1975
Sameinað þing: 75. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3638 í B-deild Alþingistíðinda. (2761)

217. mál, útflutningsbætur á landbúnaðarafurðir

Nr. 3. Samkvæmt búreikningum árið 1973 og verðlagsgrundvelli landbúnaðarins sama ár má áætla áburðarnotkun til framleiðslu á 459.1 tonni á kjöti í hreinum efnum áburðar:

Köfnunarefni

236 tonn

Fosfór

126 tonn

Kali

84 tonn

Nr. 4. Samkvæmt útreikningi frá Hagstofu Íslands frá í desember 1974 námu heildarverðmæti landbúnaðarafurða á verði til bænda verðlagsárið 1973/1974 kr. 9 274 481 000. Verðbætur vegna útfluttra búvara það ár fóru í það hámark sem 12. gr. framleiðsluráðslaga nr. 101/1966 heimilar, sem er 10% áðurnefndrar upphæðar eða 927.4 millj. kr.

Útflutningsbæturnar fyrrnefnt verðlagsár skiptust þannig milli búgreina og afurða (bráðabirgðatölur):

Afurðir nautgripa alls 471.8 millj. kr.

millj. kr.

Þar af : Ostar, á hv. kg 251.09 kr. alls 280.4

Nýmjólkurmjöl kg 240.68 kr. alls 89.5

Undanrennumjöl kg 55.15 kr. alls 16.0

Ostaefni kg 130.03 kr. alls 36.2

Nautakjöt kg 183.77 kr. alls 65.6

Afurðir sauðfjár alls 455.6 millj. kr.

Þar af : Kjöt, á hv. kg 151.31 kr. alls 426.6

Innmatur : kg 38.46 kr. alls 24.9

Nr. 5. Áætlun um útflutningsbætur fjárlagaárið 1975 var gerð í júní s. l. og hljóðaði upp á 716 millj. kr. Frá því að sú áætlun var gerð hefur skráð verðlagsgrundvallarverð á búvörum hækkað um sem næst 27%, sem kemur til hækkunar útflutningsbótaþörfinni frá því sem áætlað var. Einnig mun sú þróun verðlagsmála og kaupgetu er verður hafa áhrif á neyslu búvaranna hér innanlands og þar með heildarfjárhæð útflutningsbóta á þessu ári og því ekki séð hverju verðábyrgðin nemur endanlega.