14.05.1975
Neðri deild: 87. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 4166 í B-deild Alþingistíðinda. (3406)

211. mál, hefting landbrots

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Þetta er líka Ed.- mál og var leitað þar eftir umsögnum frá Búnaðarfélagi Íslands og Stéttarsambandi bænda. Eins var vegamálastjóri kvaddur til fundar við n. Hann gaf ýmsar upplýsingar og leiðbeiningar og nokkrar breytingar, sem voru ekki veigamiklar, voru gerðar á frv. í Ed.

Á þskj. 726 er nál. frá landbn. N. athugaði frv. og varð sammála um að mæla með samþykkt þess með áorðnum breytingum sem eru á þskj. 604. Hv. þm. Benedikt Gröndal var fjarstaddur afgreiðslu málsins.

Það er mér mikil ánægja að geta talað hér fyrir þessu nál. því að 1969 fluttum við Ágúst Þorvaldsson frv. sem er efnislega alveg það sama og þetta frv. er. við endurfluttum frv. á þinginu 1972–1973, en það náði ekki fram að ganga á því þingi. En nú sem sagt er búið að afgreiða þetta frv. í Ed. sem er efnislega eins, og það er mér mikil ánægja að þetta mál skuli nú loksins komast í höfn.