16.05.1975
Sameinað þing: 81. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 4380 í B-deild Alþingistíðinda. (3679)

13. mál, rafvæðing dreifbýlisins

Jón Árnason:

Herra forseti. Ég skal ekki lengja umr. Það, sem ég vildi segja í þessu sambandi, er að sérstaklega með tilliti til þeirra upplýsinga, sem hv. síðasti ræðumaður gat um, að það væri mjög fljótlegt að gera þetta, þá finnst mér að hefði verið óþarft að vera með rökstudda dagskrá í þessu máli þar sem áður en till. var breytt var sagt „svo fljótt sem verða má“. Þegar hann er þess meðvitandi að það er hægt að gera þetta á mjög stuttum tíma, þá held ég að hefði ekki þurft að vera með rökstudda dagskrá.