16.05.1975
Neðri deild: 92. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 4401 í B-deild Alþingistíðinda. (3732)

115. mál, verðjöfnun á olíu og bensíni

Ólafar G. Einarsson:

Hæstv. forseti. Í fjarveru frsm., hv. þm. Tómasar Árnasonar, lýsi ég hér áliti fjh.- og viðskn. í þessu máli. Nál. er á þskj. 799. Þetta frv. er um verðjöfnun á flugvélaeldsneyti, þ. e. að flugvélaeldsneyti verði selt á sama verði hvar sem er á landinu. En munur er nú nokkur eða allt að 25% sem slíkt eldsneyti er dýrara úti á landi en í Reykjavík. Þessi verðmunur kemur sér illa fyrir hin minni flugfélög sem aðsetur hafa úti á landi. Salan þar er hins vegar af eðlilegum ástæðum til mikilla muna minni en í Reykjavík þannig að verðjöfnunargjaldið verður ekki stór upphæð.

Fjh.- og viðskn. leggur til að frv. verði samþ. eins og það er komið frá hv. Ed.