04.05.1976
Efri deild: 95. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3513 í B-deild Alþingistíðinda. (2902)

252. mál, tollheimta og tolleftirlit

Fram. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur tekið til athugunar frv. til l. um breyt. á lögum um tollheimtu og tolleftirlit. N. fékk til fundar við sig Kristin Ólafsson tollgæslustjóra og útskýrði hann frv. og tilgang þessarar lagasetningar. Hér er um það að ræða að hækka sektir vegna ólöglegs innflutnings og er þar um að ræða að hækka sektir úr 500 þús. í 4 millj. Gert er einnig ráð fyrir að tollyfirvöldum sé heimilt að ákveða sekt fyrir ólöglegan innflutning ef brot er skýlaust sannað og ætla má að brot varði ekki hærri sekt en 60 þús. kr. Þá er gert ráð fyrir því í frv. að tollyfirvöldum sé heimilt að sekta mann án þess að dómstólar fái málið til meðferðar, enda játist maðurinn undir þá meðferð. Okkur þótti rétt að breyta þessari upphæð í 80 þús., þannig að hún hækki í sama hlutfalli og sektin sem ég gat um áður, úr 500 þús. í 4 millj.

N. varð sammála um þessa afgreiðslu málsins og mælir með því að frv. verði samþ. þannig, en tveir nm. voru fjarverandi.