13.05.1976
Efri deild: 109. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4169 í B-deild Alþingistíðinda. (3522)

234. mál, meðferð einkamála í héraði

Frsm. (Ingi Tryggvason):

Herra forseti. Frv. til 1. um breyt. á lögum um meðferð einkamála í héraði, sem hér er til umr., er raunar afleiðing af frv. til l. um norræna vitnaskyldu sem er næsta mál á dagskrá. Eins og segir í grg. fyrir frv. til l. um norræna vitnaskyldu, þá er með því frv. orðið við tilmælum Norðurlandaráðs um norræna vitnaskyldu og lögin fela það í sér að hægt er að kveðja menn til að bera vitni á milli landa.

Ég ætla ekki að hafa mörg orð um þessi frv. Þau hafa verið rædd í allshn. Ed. og nm., sem mættir voru, voru sammála um að mæla með samþykkt þeirra beggja. Fjarverandi afgreiðslu málsins var Eggert G. Þorsteinsson.