13.05.1976
Neðri deild: 108. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4213 í B-deild Alþingistíðinda. (3621)

Umræður utan dagskrár

Magnús T. Ólafsson:

Hæstv. forseti. Ég vil vekja enn athygli hæstv. forseta á því að mál er ekki hægt að taka inn og út af dagskrá á sama fundi. Ef mál einu sinni er tekið út af dagskrá, þá á það ekki afturkvæmt á dagskrá fyrr en á öðrum fundi. Þetta er ein af undirstöðureglum fundarskapa Alþingis.