17.12.1976
Efri deild: 25. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1380 í B-deild Alþingistíðinda. (1000)

119. mál, tollskrá o.fl.

Frsm. 2. minni hl. (Jón Árm. Héðinsson) :

Herra forseti. Ég get tekið undir síðustu orð frsm. 1. minni hl.. að það er mikilvægt að þetta frv. nái fram að ganga, og ég tek það fram í nál. mínu á þskj. 202, að ég er sammála meginefni frv. og mun styðja þær till. er 1. minni hl. leggur fram.

Hins vegar undirstrika ég það, sem segir í grg. frv. og kom reyndar fram í framsögu áðan, að óhjákvæmilegt er að taka til endurskoðunar fjáröflunartolla, en orðrétt segir á bls. 253: „Þá er og ljóst að þrátt fyrir að frv, þetta gerir ráð fyrir verulegum tollalækkunum á næstu 4 árum verður tæplega hjá því komist að endurskoða enn frekar hæstu fjáröflunartolla til lækkunar á því tímabili.“ Ég undirstrika sérstaklega að ég vil hafa þetta staðfest, það sé ekki bara fyrirheit sem ekki sé staðið við, heldur að það verði framkvæmt. Það er krafa okkar alþfl.-manna að við þetta verði staðið. Það er ekki lengur viðunandi að sum af brýnustu heimilistækjunum skuli vera í 80% tollflokki með auk þess með margar aðrar álögur. Eins og frsm. drap á eru sum tæki, sem voru talin lúxustæki fyrir 15–20 árum, nú orðin hin brýnustu heimilistæki. Það er ekki sæmandi lengur að taka þau út úr og láta tolla á þessum vörum gnæfa upp yfir flest annað í okkar tollskrá. Einnig vantar upplýsingar um hvaða áhrif þessi breyting á tollum í lækkunarátt hefði á vísitölu og ýmsa framfærslu í landinu. Það getur vel verið að það sé mjög erfitt dæmi að áætla slíkt, en það kom ekki fram neitt í þá áttina.

Það er mjög undirstrikað að ríkissjóður sé að tapa miklum peningum við þessar breytingar, það muni vera rúmlega milljarður. En á móti er nú lögfest vörugjald 18%. þó það sé ekki nema á vissum vörum, en það gefur ríkissjóði á sjötta milljarð kr., þannig að hann hefur nú fengið sæmilega lummu á móti því sem þessi breyting gerir ráð fyrir. Þetta vörugjald átti fyrst að vera tímabundið, síðan að fara lækkandi og síðan hverfa, en það er nú orðin grjóthörð staðreynd. Ég tek því ekki mikið mark á þeirri kvörtun að ríkissjóður fari halloka í tollabreytingum og tekjuöflun.

Það eru ýmis fleiri atriði sem fjalla mætti um í sambandi við þetta tollafrv. Ég drap lítils háttar á á nefndarfundi að bað væri nauðsynlegt að endurskoða alla tolla á bílum. Frá Félagi sérleyfishafa liggur fyrir bréf þar sem þeir kvarta mjög undan álögum á þessar bifreiðar og bað svo, að það er varla hægt að komast hjá því að taka það mál fyrir sérstaklega. Það virðist ekki vera svigrúm til að athuga það vel nú, en ég ætla — með leyfi forseta — að lesa hér stuttar glefsur úr þessu bréfi til að undirstrika hvað ástandið er orðið alvarlegt:

„Með þróun verðlags og aðflutningsgjalda á almenningsbifreiðum s. l. 3–4 ár, ef hún er athuguð, kemur sérstaklega í ljós eftirfarandi: Verð algengustu stærða sérleyfisbifreiða og strætisvagna hefur hækkað á s. l. 3–4 árum úr 4–6 millj. í 16–22 millj. kr. eða þre- til fjórfaldast. Aðflutningsgjöld á sömu tækjum hafa hækkað úr 1.3–1.9 millj. upp í 61/2–9 millj. kr. eða nær fimmfaldast. Og þetta fær ríkissjóður. Þetta eru almenningsbifreiðar í þágu almennings sem halda uppi lífsnauðsynlegum samgöngum. Þessi gífurlega hækkun stafar af því að samfara erlendum hækkunum og hækkunum af völdum gengisbreytinga á stofnverði hafa aðflutningsgjöldin hækkað úr 46.1% í 81.8% miðað við cif-verð og eru margfalt hærri en nokkurs staðar annars staðar þekkist. Þetta getur hreinlega ekki haldið svo áfram.“ Síðan er sundurliðun á þessum gjöldum sem þarf raunverulega ekki að sundurliða, tollskráin sýnir það. En þeir undirstrika það, þessir aðilar, að ef ekki verði sinnt erindi þeirra og þessara stóru vöruflutningabíla, — það nær einnig til þeirra þó að þessi samtök skrifi ekki fyrir þeirra hönd, — þá stefni hér í voða, þá stefni hér hreint í voða. Það kom einnig fram í fyrirspurn í Sþ. fyrir nokkru að þetta er sérstaka vandamál sem Alþ. mun ekki komast hjá að fást við.

Því var borið við á fundum að ekki væri svigrúm til að athuga þetta mál nægilega mikið. Við áttum allir von á því, þm., að fá tollskrána fyrr til meðferðar, en það hefur dregist fram á síðustu daga þings nú fyrir jól, sem er mjög bagalegt. Jafnvel þó að embættismennirnir séu viljugir og góðir til samvinnu, þá eru alltaf einhverjir sem vilja koma erindum sínum á framfæri við þær n. er vinna að svona mikilvægum málum og gafst hvergi nærri eðlilegt svigrúm til að hlusta á erindi eða fara yfir erindi og heyra þau vandamál sem hið daglega líf á við að etja í samþandi við tollflokkun og álögur. Auðvitað verður ekki hægt að verða við öllu, og hér er mikilvægur áfangi sem þetta frv. felur í sér. Styð ég því efni frv. eins og ég tek fram og hef áður sagt.

Ég vil nota tækifærið, fyrst ég er hér í ræðustól. og lýsa yfir stuðningi við brtt. hv. þm. Alberts Guðmundssonar á þskj. 213, sérstaklega flokkana 44.04 og undirliði og 44.05, lækkun tolla á smiðaviði En það er ekki boðlegt að hlusta ekki á þau erindi, sem fyrir lágu, og mæta óskum þessara aðila um áfangalækkun á tolli. Hér er um sérstaka n við að ræða sem er heflaður og má ekki blanda saman við almennan byggingarvið, því þetta er ekki þannig. Þetta er sérmótaður viður og fellur ekki í sama flokk og almenn fura til bygginga.

Það er fleira á því þskj. Flm. mun auðvitað gera glögga grein fyrir sínum till., en ég vil sérstaklega lýsa stuðningi mínum við þessa tvo tollflokka sem hann telur hér upp, því að þar hefur verið gerð glögg grein fyrir þörfum á stiglækkun. Það er ekki gert ráð fyrir hastarlegri lækkun, ef svo má segja, það er 12, 8, 4 og 0, þannig að hér er um áfanga og eðlilega lækkun að ræða og rökrétta afleiðingu af því sem heildarfrv. stefnir að.

Herra forseti. Ég skal svo ekki tefja umr. um þetta frv. lengur, en mun styðja brtt. á þskj. 201 og einnig hluta af þeim brtt. sem ég hef þegar séð frá öðrum þingmönnum.