24.01.1977
Sameinað þing: 39. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1590 í B-deild Alþingistíðinda. (1284)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur rannsakað kjörbréf Sigurðar Magnússonar rafvélavirkja, Vesturbergi 6, Reykjavík, sem er 2. varaþm. Alþb. í Reykjavík. Það liggur fyrir, að 1. varamaður hefur tilkynnt að hann treysti sér ekki til að mæta á Alþ. að þessu sinni vegna annríkis. Kjörbréfanefnd hefur ekki neinar aths. að gera við kjörbréfið og leggur shlj. til að það verði samþykkt og kosning Sigurðar Magnússonar tekin gild.