23.03.1977
Neðri deild: 62. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 2803 í B-deild Alþingistíðinda. (2081)

15. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Út af ummælum hæstv. forseta varðandi það að hópur þm. er ekki viðstaddur deildarfundinn og þess vegna gengur mjög erfiðlega að halda eðlilegu þinghaldi uppi, þá er þetta bara eitt sýnishornið af því hvílíkt stjórnleysi er hér á hv. Alþ. Það er ljóst að þeir, sem ráða ferðinni varðandi vegáætlun, hæstv. ríkisstj. og meiri hl. sem hér er, það eru þeir sem standa fyrir því að fundir þm. hinna ýmsu kjördæma eru haldnir á sama tíma og deildarfundur er haldinn. Það er því ljóst að hér þarf meiri samræmingu í aðgerðum og stjórnun af hálfa hæstv. ríkisstj. og þeirra, sem þinghaldinu stjórna, til þess að það geti farið saman við að eðlilegir þingfundir geti átt sér stað. Það er því ekki óeðlilagt að vakin sé á því athygli, að þegar svona er knúið á af talsverðri hörku af þeim, sem eru í meiri hl. hér á Alþ., um afgreiðslu mála á tveimur vígstöðvum, á sama tíma, þá sé eðlilegt að það sé gerð sú krafa til þeirra sömu stjórnenda að sjá svo um að það sé hægt að halda áfram eðlilegu þinghaldi hér í d. eins og gert er ráð fyrir.