19.04.1977
Sameinað þing: 76. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3304 í B-deild Alþingistíðinda. (2340)

267. mál, Stofnfjársjóður fiskiskipa

Fyrirspyrjandi (Geir Gunnarsson):

Herra for­seti. á þskj. 440 hef ég borið fram fsp. til hæstv. sjútvrh. um Stofnfjarsjóð fiskiskipa. Ég sé ekki ástæðu til að eyða tíma í að ræða þessa fsp., hún þarfnast engra skýringa, en er svo hljóðandi, með leyfi hæstv. forseta:

„1. Hve hárri upphæð námu greiðslur af óskiptu aflaverðmæti til Stofnfjársjóðs fiski­skipa á árinu 1976?

2. Hve háum upphæðum námu afborganir og vextir af stofnlánum fiskiskipa á árinu 1976?

3. Hve háar upphæðir greiddi Stofnfjársjóður fiskiskipa á árinu 1976: a) til afborgana og vaxta af stofnlánum fiskiskipa, b) til skipaeigenda?“