19.04.1977
Sameinað þing: 77. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3316 í B-deild Alþingistíðinda. (2355)

178. mál, raforkumál Vestfjarða

Flm. (Sighvatur Björgvinsson):

Herra forseti. Á þskj. 361 hef ég leyft mér að flytja svofellda till. til þál.:

„Alþingi ályktar að leggja fyrir ríkisstj. að hún láti þegar í stað hefja nauðsynlegan undir­búning að ákvarðanatöku um lagningu raflínu frá byggðalínu í botni Hrútafjarðar að Mjólkárvirkjun á vestfjörðum, þannig að Alþ. gefist kostur á að taka afstöðu til þeirra framkvæmda við gerð fjárlaga fyrir árið 1978. Undirbúningur að ákvarðanatöku þessari miðist við till., sem þegar liggja fyrir um gerð slíkrar línu, línustæði, áfangaskipti framkvæmda o. fl., og við það miðað að lögn línunnar og gerð aðveitustöðva geti verið lokið eigi síðar en um aramot 1979 –1980.

Jafnframt ályktar Alþ. að skora á ríkisstj. að hraða gerð áætlana um næstu vatnsaflsvirkj­un á Vestfjörðum, þar sem m. a. verði skorið úr um, hvaða virkjunarstaður sé hagkvæmastur, án þess þó að brotið sé í bága við náttúruverndarsjónarmið, og till. um virkjunarstað, stærð og gerð virkjunar og kostnaðaráætlanir liggi fyrir sem allra fyrst, svo af þeim sökum sé unnt að taka ákvörðun um nýja vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum í samræmi við orkuþarfir svæðisins.“

Herra forseti. Áður en ég held lengra áfram vil ég vekja athygli á því, sem hv. 5. þm. Suðurl. sagði hér áðan, að nú á þessum fundi er lokið umr. um eina þáltill. um raforkumál og verði að hefja umr. um aðra. Ég tel mjög æskilegt og vil eindregið fara þess á leit við hæstv. forseta að athuga hvort hæstv. iðnrh. sé í húsinu og honum verði þá a. m. k. gert viðvart um að það sé verið að ræða raforkumál á þingfundum nú, svo honum gefist tækifæri til þess að vera við­staddur þær umr, ef hann kærir sig um.

Tilgangurinn með flutningi till. þessarar er sá, að Alþ. marki sem fyrst þá ákveðnu stefnu í raforkumálum vestfirðinga sem líklegust er til þess að leysa sem fyrst úr brynni raforku­þörf sem nálgast nú hreint neyðarástand. Engar framkvæmdir hafa verið ákveðnar í þeim efnum, en samt sem áður er langt komið margvíslegri undirbúningsvinnu, þannig að ákvarðanir er hægt að taka á grundvelli þeirrar undirbúningsvinnu, en á það hefur skort. Till. þessi gerir ráð fyrir því, að sem fyrsti kostur til úrbóta verði valin sú leið sem talsvert er nú um liðið síðan könn­uð var rækilega, en hún er að lögð verði lína frá byggðalínu í botni Hrútafjarðar til Mjólkárvirkjunar, en sú framkvæmd hefur nú um nokk­urt skeið verið að mestu tilbúin til ákvörðunar.

Þá er jafnframt lagt til að hraðað verði athugunum, sem raunar er sumum hverjum þegar lokið, á líklegustu virkjunarstöðum á Vestfjörð­um og endanlega skorið úr um hvaða virkjunarstaður sé hagkvæmastur, án þess þó að með þeirri virkjun sé brotið í bága við náttúruverndar­sjónarmið. Verði síðan unnið að hönnun slíkrar virkjunar og gerð kostnaðaraáætlana, þannig að skortur á slíkum undirbúningi standi ekki í vegi fyrir ákvarðanatöku um nýja vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum þegar þörf krefur.

Grg. sem fylgir þessari þáltill. er nokkuð löng og að sama skapi ítarleg þannig að ég tel ekki ástæðu til þess að fara mjög mörgum orðum um efni till. og forsendur fyrir flutningi henn­ar, en þó vildi ég minnast í því sambandi á örfá atriði.

Eins og ástandið er nú í raforkumálum vestfirðinga er óhætt að fullyrða að algjört neyðarástand sé þar á næsta leiti og raunar þegar skoll­ið á. Á s. l. ári var að vísu tekin í notkun stækk­un á Mjólkárvirkjun, svonefnd Mjólkáarvirkjun Il, með 5.7 mw. afli. Þegar sú stöð var tekin í notk­un var vitað að framleiðsla hennar mundi ekki duga nema til þess að fullnægja þeirri eftir­spurn, sem þegar var orðin eftir raforku á veitusvæði Mjólkár, og því lítið sem ekkert afgangs, en samanlagt afl vatnsvirkjana á veitusvæði Mjólkárvirkjunar eftir tilkomu Mjólkárvirkjunar II er aðeins 96 mw. Eins og nú standa sakir er afl þessara virkjana hins vegar mun minna sök­um þess að Mjólkárvirkjun II fær vatn að hluta til af vatnasvæði sem notað hefur verið til að knýja aflvélar Mjólkárvirkjunar I, þannig að í allan vetur hefur ekki verið unnt að keyra vélar Mjólkárvirkjunar í nema til að framleiða hált afl. Af þeim sökum hefði raforkuskömmtun þeg­ar verið orðin staðreynd á veitusvæði Mjólkár­virkjunar ef svo hefði ekki viljað til, að Raf­veita Ísafjarðar hafi með ærnum tilkostnaði lok­ið kaupum og uppsetningu á nýrri 2,1 mw. dísil­stöð. Sú stöð átti að vera varastöð fyrir Ísa­fjarðarkaupstað, en dísílaflstöðvar Rafveitu Ísa­fjarðar eru gamlar og úr sér gengnar og geta brugðist hvenær sem er, en hafa þó verið og eru enn keyrðar jafnt og þétt á vetrum. Þessi nýja dísilstöð Rafveitu Ísafjarðar hefur reynst það haldreipi sem forðað hefur frá algjöru neyð­arástandi í raforkumálum á Vestfjörðum því Rafmagnsveitur ríkisins hafa gert samninga við Rafveitu Ísafjarðar um kaup á raforku frá þess­ari dísilstöð til dreifingar á Vestfjörðum. Með þessum hætti verður í aprílmánuði, þ. e. a. s. nú í þessum mánuði, búið að framleiða um 1 milljón kwst. fyrir RARIK í dísilstöð Rafveitu Ísafjarðar.

Að vísu er nú verið að vinna við vatnsmiðlunarframkvæmdir á vatnasvæði Mjólkárvirkjunar við svonefnda Hofsárveitu sem vonast er til að tryggi aflvélum Mjólkárvirkjunar í nægilegt vatnsmagn á næsta ári, en engin reynsla hefur enn fengist af því, hvort sú framkvæmd skilar fullum árangri, og er því jafnvel spáð af ýmsum mönnum, sem til þekkja, að það muni ekki verða.

Nú fyrir nokkrum dögum bárust t. d. fréttir af því, að uppistöðulón Mjólkárvirkjunar væru tæmd og væri því ekki líklegt að Mjólkárvirkjun í og II gætu skilað því orkumagni inn á veitu­svæði Vestfjarða sem þær hafa þó sameiginlega getað gert í vetur. Neyðarráðið, eina haldreipið þá var að setja í gang allar dísilstöðvar á Vest­fjarðasvæðinu, sem margar eru orðnar mjög gamlar og úr sér gengnar, þannig að ekkert varaafl hefur verið tiltækt á þessu svæði nú um nokkurt skeið, og geta menn rétt rennt grun í það, hvað það mundi þýða ef eitthvað bjátaði á fyrir hin stórvirku framleiðslutæki á sviði sjáv­arútvegs sem starfrækt eru á Vestfjörðum.

Þetta hefur ekki aðeins í för með sér mikinn kostnað við framleiðslu rafmagns, heldur er með þessu ekki síður tekin sú mikla áhætta, eins og ég sagði áðan, að langtímum saman er ekkert varaafl til á öllu Vestfjarðasvæðinu og sumar dísilstöðvarnar, sem notaðar eru, auk þess að því komnar að falla úr notkun, en ef slíkt yrði mundi það að sjálfsögðu hafa í för með sér mikla erfiðleika fyrir vestfirðinga og gífurlegt fjárhagstjón bæði fyrir íbúa Vestfjarða og þjóð­félagið í heild. Um raforku til húsahitunar er að sjálfsögðu tómt mál að tala svo lengi sem þetta ástand varir. Kemur þetta t. d. glöggt í ljós ef á að miða við nýútkomna endurskoðaða orku­spá fyrir Vestfirði, þ. e. a. s. orkuspá orkuspar­nefndar frá febrúarmánuði 1977, og ef sú spá er borin saman við framleiðslugetu virkjana á svæðinu. Vissulega verður, eins og ég hef áður vakið athygli á hér á hinu háa Alþ., að taka þessa orkuspá með nokkrum fyrirvara og all­miklum fyrirvara raunar, þar sem hún gerir ráð fyrir því að rafhitunareftirspurn verði fullnægt þá þegar sem hún er samin. En þar má einnig hafa til hliðsjónar upplýsingar um orkuþörf og orkuframleiðslu á veitusvæði Mjólkárvirkjunar sem Vestfjarðaveita RARlK hefur saman tekið, en sú spá er byggð á því að raforku til húsa­hitunar verði komið á á Vestfjörðum í aföngum á nokkru árabili.

Eins og fyrr sagði er sameiginlegt afl vatnsaflsvirkjana á svæðinu alls 9.6 mw. sé miðað við þessa áætlun Vestfjarðaveitu RARIK um húsahitun með rafmagni í aföngum og 20% álagi vegna orkutaps verður orkuþörf Mjólkárvirkjunarsvæðisins sem hér segir: Árið 1978 alls 81.7 gwst. og orkuskortur 26.3 gwst. Árið 1979 orkuþörf alls 94.5 gwst. og orkuvöntun 39.1 gwst. Árið 1980 orkuþörf alls 107.6 gwst. og orkuvöntun 52.2 gwst. Ef anna ætti þessari orkuvöntun með orkuframleiðslu frá dísilstöðvum mundi það kosta sem hér segir: Árið 1978 473.4 millj. kr., árið 1979 703.8 millj. kr. og árið 1980 939 6 millj. kr. Hér er reiknað með því að þessi framleiðsla á orku með dísilstöðvum sé veitt með nýjum dísilstöðvum sem þarf að sjálfsögðu að bæta við á svæðinu og framleiðslukostnaður verði svipaður og hann er nú frá hinni nýju dísilstöð Rafveitu Ísafjarðar eða um 18 kr. á kwst. En hér er einn­ig við það miðað að framkvæmdir við Hofsárveitu skili fullum árangri, þannig að afl Mjólkárvirkjunar í nýtist til fulls.

Þrátt fyrir það ástand, sem hér hefur verið lýst, hafa engar ákvarðanir verið teknar um frekari virkjunarframkvæmdir á Vestfjörðum. Að vísu var 14. maí árið 1915 samþykkt hér á Alþ. till. til þál. frá þm. frá Vestfjörðum þess efnis að ríkisstj. væri falið að heimila smávirkj­un við Suðurfossa á Rauðasandi. Fljótlega eftir samþykkt till. var hafist handa um nokkrar undirbúningsframkvæmdir, en síðan ekki söguna meir. Bendir nú ýmislegt til þess að ekki verði af frekari virkjunarframkvæmdum þar, m. a. vegna þess að athuganir hafi leitt í ljós að virkjunin sé mun óhagkvæmari nú en fyrst var talið. En jafnvel þótt svo færi að haldið yrði áfram framkvæmdum við Suðurfossa er hér um svo litla virkjun að ræða, að orkan, sem hún gæti fram­leitt, yrði nánast eins og dropi í hafið þegar miðað er við þörfina.

Ef hæstv. ráðh. iðnaðarmála hefði verið viðstaddur þennan fund, þá hefði ég notað þetta tækifæri til þess að spyrja hann að því, hvað væri fyrirhugað um Suðurfossarvirkjun, hvort þar ætti að halda áfram. (Forseti: Hæstv. ráðh. hefur fengið tilkynningu um að það sé verið að ræða um þetta mál og hann er í húsinu, veit ég.) Ég þakka fyrir. Mér gefst þá tækifæri til þess að beina þessari spurningu og væntanlega fleirum til hæstv. ráðh.

Þá voru samþ. lög á Alþ. 18. maí s. l., 18. maí 1976, um Orkubú Vestfjarða. Lagasetning þessi er einvörðungu um skipulag raforkumála í fjórðungnum, en í henni felst engin ákvörðun um frekari virkjanir eða aðrar ráðstafanir til þess að leysa úr raforkuvandkvæðum vestfirðinga.

Annað og meira en það, sem hér er upp talið, hefur ekki verið aðhafst í raforkumálum á Vestfjörðum og því óhætt að fullyrða að eindæma sinnuleysi hafi ríkt um þau mál hjá stjórnvöldum og æðstu yfirstjórn orkumála í landinu, enda munu þeir aðilar hafa talið sig þurfa um annað að hugsa í raforkuframkvæmdum en að bæta úr brýnni þörf þess fólks sem Vestfirði byggir.

Hæstv. ráðh. er kominn í salinn og vil ég þá nota tækifærið til þess að beina til hans minni fyrstu fyrirspurn, sem er á þá lund, hvort fyrirhugaðar séu frekari virkjunarframkvæmdir við Suðurfossa á Rauðasandi, hvenær þeim framkvæmdum, sem þar voru hafnar fyrir nokkru, en hefur ekki verið fram haldið, verði haldið áfram og þá með hvaða hætti.

Þeim mun augljósara er þetta andvaraleysi þar sem vitað er að till. hafa nú um nokkra hríð legið fyrir um aðgerðir til úrbóta, en ákvarðanir á grundvelli þeirra hefur ekki verið hirt um að taka. Svo eitt dæmi sé nefnt þessum orðum til stuðnings, þá er nú alllangt liðið síðan athugun­um lauk varðandi gerð, stæði, kostnað og framkvæmdir við byggingu línu frá byggðalínu í botni Hrútafjarðar, þaðan í Króksfjarðarnes og síðan vestur um að Mjólkárvirkjun. Fyrir nokkru gerðu Rafmagnsveitur ríkisins till. til ríkisstj. við undirbúning fjárlaga um að línubyggingin yrði hafin, og ef á þá till. hefði verið fallist væri gerð línunnar hafin og langt á veg komin þegar þetta er talað. Ríkisstj, hafnaði hins vegar þess­um till. Rafmagnsveitna ríkisins og hefur enn ekki fengist til þess að fallast á slíkar tillögur.

Svo annað dæmi sé tekið, þá fékk iðnrh. í júlímánuði árið 1976 í hendur frá Rafmagnsveit­um ríkisins tvær viðamiklar skýrslur um næstu hugsanlegar vatnsaflsvirkjanir í Vestfirðingafjórðungi. Ég er með þessar skýrslur hér. Önnur þeirra, sem er talsvert þykk bók, er um frum­áætlun um Dynjandisvirkjun og drög að áætlun um Skúfnavatnavirkjun, árituð af Almennu verk­fræðistofunni hf., Fellsmúla 26, Reykjavík, ástimpluð júlí 1976. Síðari skýrslan er unnin af Rafmagnsveitum ríkisins eða Verkfræðistofu Helga Sigvaldasonar fyrir Rafmagnsveitur ríkis­ins og einnig ástimpluð júlí 1976. Hún er skýrsla um athugun á orkuvinnslugetu og aflþörf Dynjandisvirkjunar og Skúfnavatnavirkjunar. Það fer sem sé bráðum að verða liðið eitt ár frá því að þessar skýrslur bárust hæstv. ráðh. og hæstv. ríkisstj. í hendur fullfrágengnar eða eins frágengnar og ég er með þær hér. En svo undar­lega hefur verið á þessu máli haldið, að af einhverjum ástæðum hafa ekki þm. vestfirðinga og að ég best veit sveitarstjórnarmenn ekki heldur fengið um það að vita að t. d. frumhönnun virkjunar í Dynjanda væri lokið og sú virkjun því fyrir allnokkru komin á ákvörðunarstig. Ég veit ekki hvað veldur því, að við þm. af Vestfjörðum höfum ekki fengið að vita um þetta og fylgjast með þessu, eins og ég held að vaninn sé um allar slíkar og þvílíkar framkvæmdir og ráðagerðir um framkvæmdir í viðkomandi kjördæmum, og þótti vænt um að heyra svör frá hæstv. ráðh. um það, hvað veldur því að það er ekki fyrr en núna í þinglok sem ég og flestir samþm. mínir af Vest­fjörðum, bæði stjórnarsinnar og stjórnarandstæðingar, það er ekki fyrr en fyrst nú sem við fá­um fregnir af því, að búið sé að ljúka þessum áætlunum sem ég lýsti hér áðan, og þær fregnir bárust okkur ekki frá yfirvöldum raforkumála í landinu né heldur frá iðnrn.

Ég vildi einnig beina þeirri fyrirspurn til hæstv. ráðh., hvort það kunni að vera rétt, sem flogið hefur fyrir, að þess hafi sérstaklega verið óskað við Rafmagnsveitur ríkisins, að a. m. k. á þessu stigi málsins fengju þm. af Vestfjörðum og sveitarstjórnarmenn úr kjördæminu ekki þessa skýrslu í hendur. (Gripið fram í: Vill hv. þm. endurtaka þessa fyrirspurn?) — Ég vildi gjarnan fá að vita það, hvort það kunni að vera að það hafi borist einhver tilmæli frá iðnrn. til Raf­magnsveitna ríkisins um að Rafmagnsveiturnar sendu ekki þessar skýrslur til þm. kjördæmisins eða sveitarstjórnarmanna í kjördæminu um svip­að leyti eins og þær voru sendar til iðnrn. (Gripið fram í.) Enginn fótur fyrir þessu. Ég þakka fyrir þær upplýsingar.

Hvað sem því líður, þá er það staðreynd að þessar skýrslur tvær, sem eru mjög mikilvægar fyrir raforkumál Vestfirðingafjórðungs, hafa leg­ið á borðum hæstv. ráðh. fráa því í júlímánuði 1976 og það er ekki fyrr en fyrir nokkrum dög­um síðan að mér bárust þessar skýrslur í hendur eða ég vissi af því að þessari undirbúningsvinnu væri svona langt komið. Ég vil einnig taka það fram, að ég hafði tal af sam.þm. mínum af vest­fjörðum og þeir höfðu sömu sögu allflestir að segja og ég, að þeir könnuðust ekki við að hafa um þetta vitað eða þessar skýrslur séð, og er það að mínu viti ekki venjuleg meðferð á máli eins og þessu.

Eins og málum er nú komið er því óhjákvæmilegt að Alþ. marki stefnuna í úrbótum í raforkumálum vestfirðinga á grundvelli þeirra till. og áætlana, sem þegar liggja fyrir. í þáltill. þessari er lagt til, að markmiðið með þeirri stefnu verði að leysa sem fyrst og með sem hagkvæmustum hætti úr raforkuvandkvæðum á Vestfjörð­um. Fljótvirkasta leiðin, þ. e. a. s. sú, sem skilað gæti vestfirðingum mestri raforku á skemmstum tíma og eftir þörfum þeirra eins og þær eru hverju sinni, og jafnframt sú leið, sem er í fyllsta samræmi við þá stefnu um samtengingu orku­veitusvæða sem hvað brýnust er fyrir hagsmuni þjóðarheildarinnar og er í anda stefnu hæstv. iðnrh., sú leið, sem sameinar alla þessa kosti, er sú sem bent er á í þessari till., þ. e. a. s. að lögð sé lína frá byggðalínu úr botni Hrútafjarðar til Króksfjarðarness og þaðan vestur um til Mjólkárvirkjunar. Þegar er búið að fullvinna till. um gerð slíkrar línu, línustæði, styrkleika og framkvæmdaáfanga, þannig að ekkert er því til fyrirstöðu að hefjast þegar handa við gerð henn­ar eftir að ákvörðun hefur verið tekin og fjár­magn útvegað. Þar sem talað er um í till.ríkisstj. láti þegar auka undirbúningi að ákvarð­anatöku um byggingu línunnar, þannig að unnt verði að taka ákvörðun um framkvæmdina við afgreiðslu næstu fjárlaga, er því fyrst og fremst átt við fjármagnsútvegun.

Samkv. þeim áætlunum, sem gerðar hafa verið um línu þessa, er kostnaður við gerð línunnar sjálfrar á verðlagi dagsins í dag áætlaður 1263 millj. kr. og kostnaður við aðveitustöðvar 900 millj. kr., einnig á núverandi verðlagi, þannig að heildarkostnaðurinn er áætlaður 2 163 millj. kr. í þessum till., sem fyrir liggja, er jafnframt gert ráð fyrir því að línan verði byggð í tveimur aföngum á 2 árum, fyrri afanginn frá botni Hrútafjarðar til Króksfjarðarness með aðveitu­stöð þar, síðari afanginn frá Krókfjarðarnesi til Mjólkárvirkjunar með aðveitustöð þar.

Línan er einnig hönnuð eftir sömu forsend­um og Norðurlínan, og samkv. upplýsingum, sem ég hef aflað mér hjá yfirverkfræðingi Raf­magnsveitna ríkisins, og með hliðsjón af spám um orkuframboð og orkueftirspurn á Lands­virkjunarsvæðinu, má fastlega gera ráð fyrir að þegar Vestfjarðalínan væri tekin til notkunar fyrir aramótin 1979–1980, ef þessi till. yrði samþ., yrði til staðar minnst 10 mw. afl eða um það bil 50 gwst, orka til flutnings frá byggða­línu um Vestfjarðalínu til Vestfjarða, þó ekki sé gert ráð fyrir neinni raforkuframleiðslu frá Kröfluvirkjun fyrir þann tíma og byggðalínan þurfi því jafnframt að þjóna allri orkuþörf Norð­urlands. Er hér um að ræða orku sem gerir meira en að uppfylla þarfir vestfirðinga fyrir raforku, þ. á m. til húsahitunar í aföngum. Að sjálfsögðu má svo enn auka flutningsgetu byggðalínunnar með byggingu annarrar 50 mw. spennistöðvar, og áætlanir Landsvirkjunar benda eindregið til þess, að nægilegt framboð af ódýrri raforku verði á orkuveitusvæði virkjunarinnar til flutn­ings eftir byggðalínu til Norður-, Austur- og Vesturlands. Ef allar áætlanir standast um raf­orkuframleiðslu Kröfluvirkjunar kemur raforku­framleiðsla hennar svo þar til viðbótar inn í kerfið og þar með eykst framboðið enn, þótt ég vilji ekki undir neinum kringumstæðum gera ráð fyrir að sú orka verði að sama skapi ódýr og hún kann að verða mikil.

Ég ætla ekki að hafa öllu lengra mál um þessa þáltill., a. m. k. ekki að sinni, en legg til, hæstv. forseti, að umr. verði frestað og till. vísað til hv. allshn.