03.05.1977
Sameinað þing: 84. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4174 í B-deild Alþingistíðinda. (3237)

214. mál, endurskoðun á opinberri atvinnu- og þjónustustarfsemi

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Ég held að við þm. þekkjum allir máltækið, að þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör. Ég tel að nú hafi verið samið nýtt máltæki: „Þegar lítið er spurt verður oft stórt um svör.“ Ég vildi gjarnan spyrja hæstv. fjmrh. að því, hvort ætlunin sé að ræða ríkisreikning hér í fsp.-tíma á Alþ., þegar óbreyttir þm. hafa aðeins tvær mínútur til umráða en hæstv. ráðh. ótakmark­aðan ræðutíma. Ég ætla ekki að orðlengja þessa spurningu mína því að ég held að ég sé búinn eða um það bil að verða búinn með þann ræðu­tíma sem mér er ætlaður undir þessum kringumstæðum.