30.11.1976
Sameinað þing: 26. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 837 í B-deild Alþingistíðinda. (584)

239. mál, rafmagn á sveitabýli

Landbrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Ég ætla mér ekki að fara að munnhöggvast við hv. 3. þm. Reykv., en vil vekja athygli á því, að það, sem hann ræddi hér um greiðslu á síma, það er ekki Landssímanum sem stofnun gert að greiða, heldur annarri stofnun sem hlutaðeigendur vinna hjá. En hér var aftur lagt til að það yrði Landssíminn sem yrði látinn greiða það.

Um reglugerðarákvæðið segir svo, með leyfi hæstv. forseta: „Í reglugerð má ákveða.“ Það er ekki fyrirskipun, heldur „má ákveða“, og það veit þessi hv. þm., að hann og ég og aðrir, sem hafa gegnt ráðherrastörfum, hafa orðið að fá samþykki ríkisstj. fyrir því að nota heimildir þó að þær hafi verið ákveðnar orðaðar heldur en hér um ræðir. — Frekari umr. mun ég ekki fara út í.