21.12.1977
Sameinað þing: 35. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1722 í B-deild Alþingistíðinda. (1436)

1. mál, fjárlög 1978

Magnús Kjartansson:

Herra forseti. Menn eru farnir að gera svolítið einkennilega grein fyrir atkv. sínu. Ég ætla ekki að feta í þau fótspor. Hæstv. ríkisstj. hefur sóað milli 10 og 20 milljörðum króna í orkuframkvæmdir sem skila engum árangri, en sveltir jafnframt mjög brýnar framkvæmdir, svo sem að dreifa orku um landið. Ég segi já.