22.02.1978
Efri deild: 65. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 2545 í B-deild Alþingistíðinda. (1872)

14. mál, byggingarlög

Frsm. (Þorv. Garðar Kristjánsson) :

Herra forseti. Félmn. hefur athugað það frv. sem hér er til umr. N. hefur haldið nokkra fundi um málið og m. a. kynnt sér fjölda umsagna um það, sem borist höfðu á tveim síðustu þingum þegar málið var fyrir Nd. Þá hefur n. einnig fengið á sinn fund ráðuneytisstjórann í félmrn. til viðræðu um þetta mál. N. mælir með samþykkt frv. með breytingum sem hún gerir till. um á sérstöku þskj. Einn nm., Steingrímur Hermannsson, var fjarverandi afgreiðslu málsins.

N. hefur gert margar brtt. við frv. á þskj. 369. Þar er um að ræða tvær meginbreytingar sem varða grundvallaratriði frv. Það eru annars vegar ákvæðin um byggingarnefndir, sérstaklega í 6. gr. frv., og svo varðandi ákvæði um byggingarstjóra í V. kafla frv. En n. hefur gert, eins og ég sagði, mangar aðrar breytingar. Sumar breytingarnar eru efnisbreytingar, en þó minni háttar, aðrar eru hreinar orðalagsbreytingar og enn fremur er um að ræða hreinar leiðréttingar.

Ég skal þá gera grein fyrir þessum brtt. frá félmn., sem eru á þskj. 369.

1. brtt. er um það, að 1. mgr. 1. gr. orðist svo sem þar segir. Þar er um að ræða þrjár breytingar frá frv. Í frv. er talað um að lög þessi nái til alls landsins. Við teljum að óþarft sé að taka slíkt fram. Lög hljóta að ná til alls landsins nema annað sé þá tekið fram, og því er þetta orðalag fellt niður. Í frv. er talað um dreifikerfi holræsa. Við breytum þessu og tölum um holræsi í staðinn. Ein efnisbreyting er svo í þessari grein, þar sem talin eru upp þau atriði sem undanþegin eru ákvæðum ,laga þessara. Þar hefur n. bætt við girðingum á lögbýlum. Þetta er í raun og veru eina efnisbreytingin í þessari brtt.

Ég vík þá að 2. brtt. Það er brtt. við 6. gr. Þar er að finna aðra grundvallarbreytinguna sem n. gerir till. um, varðandi byggingarnefndir. Í frv. er gert ráð fyrir. að í hverju sveitarfélagi með fleiri en 300 íbúa skuli eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar kjósa byggingarnefnd, og enn fremur, að sveitarfélag, þar sem íbúar eru færri en 300, skuli hafa samvinnu við nágrannasveitarfélag eða sveitarfélög um kosningu svæðisbyggingarnefndar. Þessu er breytt í till. félmn. á þann veg, að hverju sveitarfélagi er skylt að kjósa byggingarnefnd, hvað fámenn sem þau kunni að vera. Það er ekki miðað við 300 íbúa takmarkið, heldur skulu öll sveitarfélög kjósa byggingarnefnd. Jafnframt er sú breyting gerð á, að þar sem í frv. er skylda, að sveitarfélög, sem hafi færri en 300 íbúa, hafi samvinnu við nágrannafélög, þá er þessi skylda felld niður samkv. till. félmn. og þetta heimilað, þ. e. a. s. þetta ákvæði er gert að heimildarákvæði. Þetta er til komið vegna þess að það virðast vera nokkuð skiptar skoðanir um réttlæti þess að skylda hin minni sveitarfélög til þess að hafa svo formbundna samvinnu sem ráð er fyrir gert í frv. um kosningu svæðisbyggingarnefnda. Félmn. telur hins vegar, að það sé ekkert á móti því, að þetta sé heimilað og þeim sveitarfélögum, sem finnst ráðlegt að nota heimildina, sé frjálst að hafa þessa samvinnu. Síðar mun það þá koma í ljós með tíð og tíma, hversu raunhæft þetta atriði er, en ekki hyggilegt að svo stöddu að fastbinda þessa samvinnu, heldur einungis að heimila hana. Í sambandi við þetta eru nokkrar orðalagsbreytingar á 2. mgr. 6. gr. frv. og hún nokkuð stytt. Sé ég ekki ástæðu til að skýra það frekar, þar sem ekki er um neinar efnisbreytingar að ræða.

Við 6. ,gr. frv. er svo gerð ein önnur breyting, þ. e. við næstsíðustu mgr. 6. gr. Þar sem stendur „svæðisbyggingarnefnd“ leggur félmn. til að standi byggingarnefnd. Það er í samræmi við þær brtt., sem n. gerir um þetta efni, og af heimild til svæðisbyggingarnefndar væri notuð, mundi svæðisbyggingarnefnd heyra undir byggingarnefnd.

Ég kem þá að 3. brtt. frá félmn. Það er brtt. við 7. gr. frv. A-liður á við 1. mgr. Þar er gert ráð fyrir að komi tilvitnun til 7. mgr. 8. gr. frv. En í þessari 1. mgr. 7. gr. frv. er kveðið svo á, að byggingarnefnd fari með byggingarmálefni sveitarfélags undir yfirstjórn sveitarstjórnar og rn. Hér er, gert ráð fyrir yfirstjórn sveitarstjórnar yfir byggingarnefnd, en staða byggingarnefndar samkv. 7. mgr. 8. gr. er samt sérstaks eðlis, þar sem þar segir, að ef risi ágreiningur milli sveitarstjórnar og byggingarnefndar um afgreiðslu máls skeri félmrh. úr, en leita skal bann áður umsagnar skipulagsstjórnar. Það er vitnað til þessa ákvæðis, sem styrkir stöðu byggingarnefndar gagnvart sveitarstjórn.

Þá er b-liður 3. brtt. um breytt orðalag á 3. mgr. 7. gr. Þar segir í frv. „Byggingarnefnd veitir byggingarstjórum samkv. 15. gr. viðurkenningu og annast að öðru leyti þau störf, sem greinir í lögum þessum og öðrum lögum og reglum um byggingarmálefni

Hér er talað um byggingarstjóra, en eins og ég gat um áðan gerir félmn. brtt. sem fela í sér grundvallarbreytingu á ákvæðunum varðandi byggingarstjóra úr þessari grein og orða hana svo sem fram kemur á þskj. 369.

Ég kem þá að 4. brtt. Hún er við 8. gr. Hún er um það, að 4. mgr. 8. gr. falli niður. Í raun og veru er ekki hugsað að þetta sé nein efnisbreyting, heldur aðeins fellt niður það sem er sjálfsagt, en í þessari mgr. stendur: „Heimilt er hverjum nm., sem ekki er samþykkur ályktun meiri hl., að láta bóka sérálit. Sama rétt eiga og aðrir þeir, sem sitja fundi byggingarnefndar.“ Þetta þykir svo sjálfsagt, að ekki er ástæða til að taka það beint fram, það leiði af hlutarins eðli að þetta sé heimilt.

Þá kem ég að 5. brtt. Hún er við 9. gr. Það er um að 2. tölul. 4. mgr., orðist svo sem segir á þskj. 369. Þetta er vegna þess að í 2. tölul. er talað um byggingarstjóra í frv. En vegna brtt., sem við gerum um stöðu byggingarstjóra, þykir ekki rétt að nota það orð í 2. tölul. 4. mgr. 9. gr., heldur nota orðalagið: sá, sem ber ábyrgð á byggingarframkvæmdum — það komi í rann og veru í staðinn fyrir byggingarstjóra. Svo koma og nýjar tilvitnanir. Í staðinn fyrir að í frv. segir: „sbr. 2. mgr. 88. gr.“, þá er í brtt. vísað til 1. mgr. 17. gr. og 2. mgr. 22. gr., vegna þeirra breytinga sem síðar koma varðandi ákvæðin um byggingarstjóra.

Ég kem þá að 6. brtt. n., sem er við 12. gr. Ef menn bera saman 1. mgr. frv. og 1. mgr. brtt., þá sjá menn að orðalag er allfrábrugðið, en í raun og veru er engin efnisbreyting. N. þótti orðalagið nokkuð óljóst eins og það er í frv. og fara betur á að orða sömu hugsun með þeim orðum sem eru í brtt. Þetta sama á við 2. mgr. 12. gr. frv. og 2. mgr. brtt. n. Ekki er um efnisbreytingu að ræða, heldur annað orðalag, sem n. taldi til bóta. Í frv. er m. a. talað um landslöggildingu. Það orð er fellt niður, af því að það, sem kveðið er á um í þessari grein, á við allt landið, eins og ég kom áður að í máli mínu.

En þetta, að það sé engin efnisbreyting í 2. mgr. 12. gr. frv. samkv. brtt. félmn., á ekki við síðustu setninguna í þessari mgr. N. gerir till. um að þar komi efnisbreyting, og það er orðað á þessa leið: „Enn fremur getur ráðh. veitt öðrum en 1. mgr. tekur til slík staðbundin réttindi að fengnum meðmælum viðkomandi byggingarnefndar.“ Þetta er til komið vegna þess, að mönnum þótti það nokkuð einstrengingslegt, ef undir engum kringumstæðum mættu aðrir gera teikningar af byggingum en þeir, sem rétt hafa til þess. samkv. 1. mgr. og hlotið hafa löggildingu samkv. 2. mgr. á þeirri forsendu að þeir fullnægðu skilyrðum 1. mgr., þ. e. a. s. þarna séu lærðir arkitektar, byggingarfræðingar, tæknifræðingar, verkfræðingar o. s. frv. Þessi efnisbreyting þýðir það, að í einstökum sveitarfélögum væri hægt að hugsa sér að ákveðinn maður eða einhverjir menn hefðu réttindi til þess að vinna þessi störf, að annast teikningar af húsum, þó að þeir hafi ekki þá menntun till að bera sem áskilin er samkv. 1. mgr. En ef slíkir menn fengju réttindi, þá væru þau staðbundin við ákveðin svæði. Það er, lagt í vald félmrh. að veita þessi réttindi að fengnum meðmælum viðkomandi byggingarnefndar.

Þá vil ég taka það fram, að brtt. félmn. við 12. gr. frv. felur í sér að 3. mgr. 12. gr. frv. fellur niður, en þar segir: „Í reglugerð skal skilgreina hin einstöku starfssvið.“ Þetta starfssvið, — það orð er notað í frv., en ekki notað samkv. till. félmn. Hvað varðar reglugerðina, þá er ákvæði í síðustu mgr. 12. gr. varðandi reglugerð sem er nægilegt til þess að taka til alls sem varðar þessa grein.

Aðrar brtt. eru ekki við 12. gr. frv. en þessar sem ég hef nú gert grein fyrir.

Þá kem ég að 7. brtt. Hún er við 13. gr. frv. Það er um það, að tvö orð: „um byggingarstjóra“ í 1. mgr. falli niður. Það leiðir af þeim till. sem n. gerir varðandi V. kafla og ég kem síðar að. Þess vegna er breytt þarna orðalagi til samræmis við það, sem þar stendur.

Þá kem ég að 8. brtt. Hún er við 15. gr. frv. Það er um það, að í stað 36. gr. komi 40. gr. Það er nauðsynleg leiðrétting sem leiðir af því, að gr. frv. fjölgar vegna breytinga á V. kafla frv., sem félmn. gerir till. um og ég kem síðar að.

Og þá er ég kominn að þessum V. kaflar, sem ég hef nokkrum sinnum vitnað til.

Það er þá í fyrsta lagi a-liður brtt. Hann er um það, að á stað fyrirsagnarinnar á V. kafla, sem er „Byggingarstjórar“, komi ný fyrirsögn sem orðist svo: Umsjón með byggingarframkvæmdum. Þetta leiðir af þeim brtt. sem n. gerir um innihald þessa kafla. En meginbreytingin, sem ég kom að í upphafi ræðu minnar, á þessum kafla er fólgin í því, að í stað þess að frv. gerir ráð fyrir að við gerð hvers mannvirkis skuli vera einn ákveðinn aðili sem nefnist byggingarstjóri, þá leggur félmn. til að þessi skylda sé numin á brott, en þetta gert að heimild. Þegar búið er að gera ákvæðin um byggingarstjóra að heimildarákvæðum, leiðir af því. að ný ákvæði þurfa að koma í frv. varðandi umsjón með byggingarframkvæmdum, þ. e. a. s. það sem á að gilda þegar heimildin um byggingarstjóra er ekki notuð. Til þess að svara þessum þörfum gerir n. till. um, að fjórar nýjar gr. verði teknar inn í frv., 16., 17., 18. og 19. gr., svo sem greinir í b-lið brtt. félmn. við V. kafla. Ég sé ekki ástæðu til þess að fara að lýsa efni þessara greina. Í raun og veru er þetta ekki annað en lýsing á því, sem nú er tíðkað, þar sem framkvæmd þessara mála er í góðu ástandi. Því er það, að 16., 17., 18. og 19. gr. eru teknar orðrétt upp úr byggingarsamþykkt Reykjavíkur, nr. 39 frá 24. mars 1965. Þegar heimildin um byggingarstjóra er ekki notuð ber að fara eftir þessum ákvæðum um framkvæmd á umsjón með byggingarframkvæmdum eða haga svo umsjón með byggingarframkvæmdum sem mælt er fyrir um í þessum greinum.

Þá kem ég næst að 10. brtt. félmn. Hún er við 16. gr., sem verður 20. gr., af því að 4 nýjar gr. eru komnar. Þar er um að ræða brtt. við 1. mgr. Það, sem gert er við 1. mgr., er að breyta orðalagi á þann veg að samrýmist því að í staðinn fyrir að skylda er að hafa byggingarstjóra, þá sé það gert heimilt samkv. brtt. félmn., eins og ég hef áður komið að.

Næsta brtt. er brtt. nr. 11. Hún er við 19. gr. frv., sem verði 23. gr. Hún er um það, að í stað 15.–18. gr., sem í frvgr. stendur, komi 20.–23. gr. Hér er bæði um að ræða, að það var skekkja í frv. í þessum tilvitnunum, en auk þess þurfti nýja tilvitnun vegna þeirra breytinga sem eru orðnar á fjölda frvgr.

Kem ég þá næst að 12. brtt. Hún er við 22. gr., sem verður 26. gr. Er hún á þá leið, að 2. mgr. orðist svo sem segir á þskj. 369. Breytingarnar eru ekki efnisbreytingar heldur orðalagsbreytingar. Í brtt. er orðið „staðsetning“ — þ. e. í sambandi við staðsetningu húsa — í staðinn fyrir „afsetningu“ húsa eins og er í frv. En ein efnisbreyting er þó í þessari brtt. Hún er sú, að við 1. mgr. frv. er bætt svo og upplýsingagjöf til Fasteignamats ríkisins, sbr. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 94/1976 — þ. e. a. s. það er tekið beint fram, að eitt af störfum byggingarfulltrúa skuli vera að annast þessa upplýsingaþjónustu gagnvart Fasteignamati ríkisins. Þessi till. kom fram og var okkur send frá Fasteignamatinu. Þótti n. einsýnt að taka þetta til greina og gerir hún þetta því að till. sinni.

Þá kem ég að 13. brtt. Hún er við 26. gr., er verði 30. gr. Í staðinn fyrir tilvitnun í gr., þ. e. a. s. 36. gr. í 2. mgr., komi 40. gr. Þetta leiðir af fjölgun frvgr.

Kem ég þá að 14. brtt. Hún er við 29. gr., er verði 33. gr. Þar er um að ræða breytingu á tilvitnun í 2. gr. frv., sem þurfti breytingar vegna fjölgunar gr. frv., auk þess sem tilvitnunin var röng í frv. sjálfu.

Þá kem ég að 15. brtt. Hún er við 32. gr., er verði 36. gr., og greinin orðist svo sem fram er tekið á þskj. 369. Hér er ekki um að ræða efnisbreytingu, heldur breytingu á tilvitnun í aðrar greinar frv. Í frv. er í 32. gr., sem verður 36. gr., alltaf vitnað í 11. gr. Það er röng tilvitnun og á að vera í 12. gr. Auk þess felst í brtt. ein orðalagsbreyting. Það er í síðustu setningu 2. mgr., þar sem ratað er um „þeirra aðila“ komi viðkomandi aðila. Það er að sjálfsögðu engin efnisbreyting.

Kem ég þá að 16. brtt. Hún er við 33. gr. frv., sem verði 37. gr., og er um að greinin orðist svo sem þar greinir. Hér er sú breyting gerð, að fellt er niður orðið „byggingarstjóri“ af þeim ástæðum sem ég hef margoft tekið fram, en í staðinn kemur orðalagið: sá sem ber ábyrgð á byggingarframkvæmdum, — þ. e. a. s. þetta nær bæði til þess að framkvæmd sé með venjulegum h ætti og heimildin um byggingarstjóra sé notuð. Annað, sem breytt er í þessari grein eru breyttar tilvitnanir í greinar af sömu ástæðum og ég hef áður greint.

Kem ég þá að 17. brtt., sem er við 34. gr. Þá er gert ráð fyrir að 34. gr. verði 38. gr. og greinin orðist svo sem fram er tekið í brtt. Hér er um að ræða leiðréttingu á tilvitnun í grein framar í frv. og orðinu iðnmeistari skotið fram fyrir byggingarstjóra, vegna þess að það þótti betur við hæfi að hafa það sem ekki er skylda að framkvæma, en aðeins heimild til, eftir því sem er hin venjulega aðferð á verkefni því sem þessi frv. gr. fjallar um.

Þá kem ég að síðustu brtt. Það er 18. brtt. Hún er við 37. gr., sem verði 41. gr. Hér er um a- og b-lið að ræða. A-liðurinn er á þá leið, að 1. mgr. orðist svo sem fram er tekið í brtt. Hér er ekki um efnisbreytingu að ræða, en vegna þeirra till., sem gerðar hafa verið og ég hef áður gert grein fyrir, þarf ekki að vitna til ákvæða í 2. mgr. 6. gr. og tilvitnun á 2. mgr. 20. gr. er orðin röng. Í stað þessa er í brtt. vitnað til 1. mgr. 24. gr. Ártalinu 1982, sem kveður á um það, hvenær ákvæði 1. mgr. 24. gr. skuli að fullu komin í framkvæmd, er breytt þannig, að í staðinn fyrir árið 1982 kemur 1985. Þessi tímamörk, 1982, eru miðuð við það þegar þetta frv. var fyrst samið eða á einhverju undirbúningsstigi við það verk. Síðan eru a. m. k. tvö, þrjú eða kannske fleiri ár. Ef það hefur verið rétt á þeim tíma að veita þennan frest í þessu skyni til 1982, þá er einsýnt að nauðsynlegt er að breyta þessu ákvæði. Þess vegna leggur n. til að miðað verði við árið 1985. Þá er önnur breyting. Á eftir tilvitnun í 5. gr. laga nr. 108/1945 er vitnað í a-lið

3. gr. laga nr. 26/1948, sem er breyting á lögum nr. 108/1945. Þess vegna eru rétt vinnubrögð að taka tilvitnun til þessara laga upp í greinina.

En það, sem hér er um að ræða efnislega varðandi þetta ákvæði, er það, að gert er ráð fyrir því, að þessi nýju byggingarlög komi ekki til framkvæmda í sveitum landsins varðandi byggingarfulltrúa fyrr en síðar, vegna þess að hin litlu sveitarfélög vítt og breitt um landið munu þurfa tíma til aðlögunar í þessum efnum. Fleira kemur og til greina. Samkv. gildandi lögum er gert ráð fyrir sérstökum fjárhagslegum stuðning við hin litlu sveitarfélög í sveitum landsins til þess að halda uppi starfsemi byggingarfulltrúa. Sveitarfélögin verða að sjálfsögðu verr sett, þegar þessi stuðningur fellur niður, ef ekkert kemur í staðinn. En þessi stuðningur og önnur ákvæði varðandi þetta atriði falla ekki niður samkv. till. félmn. fyrr en 1985. Á þessum aðlögunartíma gefst væntanlega nægur tími til þess að athuga þessa hlið málanna nánar með sérstöku tilliti til sveitahreppanna.

Þá kem ég að b-lið 18. brtt. Hún er um það, að upphaf 2. mgr. orðist svo sem greinir á þskj. 369. Hér er um þá breytingu að ræða frá frv. að vitnað er í tvenn lög, sem eru breytingar á lögum um byggingarsamþykktir. Þessi lög eru nr. 84 frá 1943 og lög nr. 26 frá 1948. Eins og ég sagði áðan þykir það rétt vinnubrögð að vitna sérstaklega til þessara laga og því er þetta ákvæði tekið upp. Að öðru leyti ern ekki gerðar till. um breytingar á 37. gr. frv., sem verður 41. gr.

Ég hef nú gert grein fyrir öllum brtt. félmn. við frv. þetta, sem hér er til meðferðar, og sé ekki ástæðu að svo stöddu til að fjölyrða frekar um það.