18.04.1978
Sameinað þing: 67. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3545 í B-deild Alþingistíðinda. (2700)

354. mál, hátíðarbrigði vegna stórafmælis Snorra Sturlusonar

Menntmrh. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Já, það er eðlilegt að um þetta sé spurt, en hins vegar verð ég að segja eins og er, að þetta hefur að vísu verið rætt, en endanleg ákvörðun hefur ekki verið um það tekin. Ég er persónulega þeirrar skoðunar, að eðlilegt sé að minnast þessa afmælis, en gera eigi það á látlausan, en auðvitað virðulegan hátt, sem talist gæti samboðinn minningunni um afrek Snorra í þágu íslensks máls og íslenskrar menningar. Ég tel t. d. ekki ástæðu til þess, ef svo mætti segja, að endurtaka stóra Snorrahátíð í Reykholti nú á þessu ári, heldur eigi fremur að fara aðrar leiðir. En því miður get ég ekki skýrt frá endanlegum niðurstöðum menntmrn. um þetta efni.