28.04.1978
Neðri deild: 87. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4166 í B-deild Alþingistíðinda. (3419)

203. mál, fuglaveiðar og fuglafriðun

Sigurlaug Bjarnadóttir; Herra forseti. Ég vil bara benda á það og undirstrika það einu sinni enn, að þessi undantekningartilvik, sem málið og frv. miðast við, eru dýrar undantekningar, og ég verð nú að segja að mér finnst málflutningur allur af hendi þessa ágæta vinar míns, hv. 3. þm. Austurl., Sverris Hermannssonar, bera vitni um undarlega fáfræði og skilningsleysi, sem ég tel að sé honum vart samboðið. Að sjálfsögðu er það svo ákvörðun hv. þd., hvort þdm. vilja fella þetta frv. eða hvort þeir geta fallist á þá ofurvenjulegu meðferð, sem í flestum tilfellum þýðir hægan og þægilegan dauðdaga, að vísa því til ríkisstj. án þess að til komi að það verði fellt.