03.05.1978
Efri deild: 96. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4405 í B-deild Alþingistíðinda. (3724)

200. mál, sala eyðijarðanna Kroppsstaða og Efstabóls í Mosvallahreppi

Frsm, (Steinþór Gestsson):

Herra forseti. Landbn. hefur haft til umfjöllunar frv. til 1. um heimild fyrir ríkisstj. til að selja eyðijarðirnar Kroppsstaði og Efstaból í Mosvallahreppi. Þegar þetta frv. kom til 1. umr. og kom þá frá Nd. urðu um það nokkrar umr. og ég sé þess vegna ekki ástæðu til að rekja efnisþætti frv. Það á öllum að vera ljóst, hvernig það liggur fyrir. En að athuguðu máli hefur landbn. gefið út svofellt nál., sem er á þskj. 843:

N. hefur fjallað um frv. og leggur til að það verði samþ. óbreytt í fullu trausti þess, að sveitarstjórn Mosvallahrepps sjái fyrir því, að áformuð jarðasala raski ekki búskaparaðstöðu bænda í sveitarfélaginu.“

Undir þetta nál. skrifa allir nm. í landbn. Er það því einróma allt n. að leggja til að frv. verði samþykkt.