10.10.1978
Sameinað þing: 1. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í B-deild Alþingistíðinda. (11)

Kosning forseta og skrifara

Forseti (Gils Guðmundsson):

Ég þakka hv. alþm. það traust, sem þeir hafa sýnt mér með kosningunni, og læt í ljós þá von, að mér auðnist að verðskulda það.

Forseti lét fyrst fara fram kosningu fyrri varaforseta. Kosinn var

Friðjón Þórðarson, 2. þm. Vesturl., með 54 atkv. Karl St. Guðnason, 5. þm. Reykn., hlaut 1 atkv., Lúðvík Jósepsson, 1. þm. Austurl., hlaut 1 atkv.

Annar varaforseti var kosinn

Karl Steinar Guðnason, 5. þm. Reykn., með 48 atkv. Svava Jakobsdóttir, 10. þm. Reykv., hlaut 1 atkv., Ólafur Ragnar Grímsson, 3. landsk. þm., hlaut 1 atkv., en 6 seðlar voru auðir.

Þessu næst voru kjörnir skrifarar sameinaðs þings, að viðhafðri hlutfallskosningu. Fram komu tveir listar. Á A-lista var PP, en á B-lista FrS. — Þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að rétt væru kjörnir án atkvgr.:

Páll Pétursson, 4. þm. Norðurl. v., og

Friðrik Sophusson, 5. landsk. þm.

Þá fór fram kosning kjörbréfanefndar, að viðhafðri hlutfallskosningu. Fram komu tveir listar með jafnmörgum nöfnum samtals og menn skyldi kjósa. Lýsti forseti yfir að rétt væru kjörnir án atkvgr.:

Finnur Torfi Stefánsson (A),

Friðjón Þórðarson (B),

Eðvarð Sigurðsson (A),

Einar Ágústsson (A),

Gunnlaugur Stefánsson (A),

Eyjólfur K. Jónsson (B),

Jónas Árnason (A).