21.12.1978
Efri deild: 46. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1910 í B-deild Alþingistíðinda. (1586)

140. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Jón G. Sólnes:

Herra forseti. Í samræmi við þá ákvörðun Sjálfstfl. að tefja ekki fyrir afgreiðslu þeirra mála, sem hæstv. ríkisstj. hefur ákveðið að fái afgreiðslu á hv. Alþ. nú fyrir þinghlé, vil ég gefa þá yfirlýsingu, að við fulltrúar flokksins í fjh.- og viðskn. munum ekki við 1. umr. þessa máls taka frekar til máls eða hefja umr. um málið. Afstaða flokks okkar mun koma fram þegar málið verður til meðferðar í fjh.- og viðskn. og verða frekar skýrð í væntanlegu nál.

Þessi ummæli mín eiga einnig við að því er snertir afgreiðslu annarra mála sem eru á dagskrá hv. þd. í dag, 3. og 4. dagskrárliðs.