29.01.1979
Neðri deild: 46. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2179 í B-deild Alþingistíðinda. (1762)

151. mál, framhaldsskólar

Menntmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Ég hélt að það hefði komið alveg nægilega skýrt fram í máli mínu, að ég teldi ekki að ákvæði framhaldsskólafrv. um fullorðinsfræðslu væru fullnægjandi. Ég hélt að það hefði komið alveg skýrt fram, að ég teldi að með þessum ákvæðum væri aðeins fyrsta skrefið stigið í þá átt að endurskipuleggja þessi mál. Og ég er innilega sammála hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur um það, að við verðum að snúa okkur að því nú sem næsta verkefni að endurskipuleggja þá þætti fullorðinsfræðslunnar sem rúmast ekki innan framhaldsskólakerfisins. Ég efast ekki um að við erum í þessum efnum nokkuð sammála, a.m.k. í grófum dráttum. En ég bíð eftir því, að n. sú, sem fyrrv. menntmrh. skipaði til þess að fjalla um þessi mál, skiti af sér störfum, og mun taka málið til meðferðar í rn. strax og það hefur gerst.