30.01.1979
Sameinað þing: 45. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2211 í B-deild Alþingistíðinda. (1801)

Umræður utan dagskrár

Utanrrh. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Ef ég hef sagt að forsetar hafi að minni skoðun viðurkennt réttmæti grunsemdanna, þá tek ég orðið réttmæti aftur, því að ég hafði í huga að þeir hafa viðurkennt tilveru grunsemdanna. Þær eru til og við þurfum því að hreinsa loftið. Það var það sem ég hafði í huga.