31.01.1979
Efri deild: 52. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2226 í B-deild Alþingistíðinda. (1814)

149. mál, ríkisábyrgð á launum við gjaldþrot

Frsm. (Ólafur Ragnar Grímsson):

Herra forseti. N. hefur fjallað um þetta mál og mælir eindregið með samþykkt þess. Þetta frv., sem hér um ræðir, er liður í margvíslegum félagslegum aðgerðum, sem ríkisstj. hefur unnið að í samvinnu við samtök launafólks, og er það einróma álit n. að mæla með því að frv. verði samþ. Jafnframt er rétt að taka það fram, að 97. mál, sem er samhljóða meginákvæðum þessa frv., hefur þar með einnig verið afgreitt í n., en hún kýs að leggja álit sitt fram á grundvelli þess frv., sem hér er til umr. og mælir eindregið með samþykkt þess.