30.10.1978
Sameinað þing: 10. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 215 í B-deild Alþingistíðinda. (206)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Finnur Torfi Stefánsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur haft til meðferðar kjörbréf Soffíu Guðmundsdóttur tónlistarkennara, en hún hlaut 2. varauppbótarþingsæti Alþb. Einnig höfum við verið með til meðferðar kjörbréf Hilmars Rósmundssonar, en hann hlaut kosningu sem 1. varaþm. Framsfl. í Suðurlandskjördæmi. Ég ætla að skýra frá því varðandi kjörbréf Soffíu, að hún er 2. varamaður landsk. þm. Alþb., en 1. varamaður mun þegar vera hér á þinginu, svo að þetta er eðlileg meðferð.

Kjörbréfanefnd hafði ekkert við þessi kjörbréf að athuga, og við leggjum til að þau verði tekin gild og samþykkt.