06.03.1979
Sameinað þing: 62. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2989 í B-deild Alþingistíðinda. (2368)

207. mál, þingrof og nýjar kosningar

Forseti (Gils Guðmundsson):

Umræðan fer þannig fram, að hver þingflokkur fær til umráða 30 mínútur er skiptast í tvær umferðir, 15–20 mínútur í þeirri fyrri og 10–15 mínútur í þeirri síðari. Röð flokkanna verður þessi í báðum umferðum: Sjálfstfl., Alþb., Alþfl. og Framsfl. Ræðumenn flokkanna verða: Fyrir Sjálfstfl. í fyrri umferð Geir Hallgrímsson, 4. þm. Reykv., og í síðari umferð Gunnar Thoroddsen, 11. þm. Reykv. Fyrir Alþb. í fyrri umferð Hjörleifur Guttormsson iðnrh. og í síðari umferð Svavar Gestsson viðskrh. Fyrir Alþfl. í fyrri umferð Benedikt Gröndal utanrrh. og í síðari umferð Kjartan Jóhannsson sjútvrh. Fyrir Framsfl. í fyrri umferð Ólafur Jóhannesson forsrh. og í síðari umferð Ingvar Gíslason, 1. þm. Norðurl. e.

Hefst nú umr. og tekur fyrstur til máls 1. flm., Geir Hallgrímsson, 4. þm. Reykv.