29.03.1979
Sameinað þing: 75. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3730 í B-deild Alþingistíðinda. (2911)

225. mál, sveigjanlegur vinnutími hjá ríkisfyrirtækjum og ríkisstofnunum

Árni Gunnarsson:

Herra forseti. Aðeins nokkur orð. Ég sé fyllstu ástæðu til þess að taka undir með flm. þáltill. þessarar um sveigjanlegan vinnutíma.

Ég held að þessi hugmynd eigi eftir að ná fram að ganga. Það er staðreynd, að þessu fyrirkomulagi væri víðast hvar hægt að koma við í ríkisstofnunum hér á landi. Við vitum að aðstæður eru mjög misjafnar hjá fólki, sem hjá þessum stofnunum starfar, og hjá fjölskyldufólki einkum og sér í lagi væri hægt að koma við sveigjanlegum vinnutíma. Það er ekki vafi á því, að t. d. feður eða mæður ættu auðveldara með að koma börnum sínum á dagheimili og sinna þeim verkefnum sem menn verða að gera í daglegu lífi.

Ég vil einungis segja þessi örfáu orð og taka undir þessa till. og lýsa yfir fullum stuðningi við hana.