15.11.1978
Efri deild: 15. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 628 í B-deild Alþingistíðinda. (494)

38. mál, verðlag

Viðskrh. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Ég vil bara þakka hv. fjh.- og viðskn. d. fyrir skjót viðbrögð í þessum efnum svo og öðrum hv. þm. Ég vil aðeins láta það koma fram hér, að ég vildi gjarnan ræða við hv. 5. þm. Norðurl. v. almennt um viðskiptamál við annað tækifæri og ekki byrja á því núna. En ég vil láta þess getið, að ég kannaði þann möguleika, sem hann nefndi varðandi það, að hluti laganna kæmi til framkvæmda eins og gert hafði verið ráð fyrir. Voru taldir á því margir tæknilegir örðugleikar, þannig að það var talið eðlilegra að ganga hreint til verks og fresta lögunum í heild heldur en taka einstaka kafla þeirra út úr til framkvæmda. — Þetta vildi ég láta koma fram.