10.10.1978
Sameinað þing: 1. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5 í B-deild Alþingistíðinda. (5)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm.1. kjördeildar (Einar Ágústsson):

Herra forseti. 1. kjördeild fékk til athugunar kjörbréf alþm. í 3. kjördeild og voru kjördeildarmenn einróma samþykkir að mæla með samþykkt þeirra og að kosningin yrði þar með tekin gild, en kjörbréfin eru þessi:

1. Kjörbréf Benedikts Gröndals, 3. þm.Reykv.

2. Kjörbréf Björns Jónssonar, 1. landsk. þm.

3. Kjörbréf Braga Níelssonar, 8. landsk. þm.

4. Kjörbréf Braga Sigurjónssonar, 3. þm.Norðurl. e.

5. Kjörbréf Eðvarðs Sigurðssonar, 6. þm.Reykv.

6. Kjörbréf Eggerts Haukdals, 1. þm. Suðurl.

7. Kjörbréf Finns Torfa Stefánssonar, 2. landsk. þm.

8. Kjörbréf Friðjóns Þórðarsonar, 2. þm. Vesturl.

9. Kjörbréf Friðriks Sophussonar, 5. landsk. þm.

10. Kjörbréf Garðars Sigurðssonar, 3. þm.Suðurl.

11. Kjörbréf Geirs Hallgrímssonar, 4. þm.Reykv.

12. Kjörbréf Halldórs E. Sigurðssonar, 1. þm. Vesturl.

13. Kjörbréf Helga F. Seljans, 3. þm. Austurl.

14. Kjörbréf Ingvars Gíslasonar, 1. þm. Norðurl. e.

15. Kjörbréf Jóns Helgasonar, 6. þm. Suðurl.

16. Kjörbréf Jóns G. Sólness, 2. þm. Norðurl. e.

17. Kjörbréf Kjartans Ólafssonar, 3. þm. Vestf.

18. Kjörbréf Lárusar Jónssonar, 6. þm. Norðurl. e.

19. Kjörbréf Ragnars Arnalds, 3. þm. Norðurl. v.

Auk þess fékk deildin til meðferðar skeyti frá yfirkjörstjórn Vesturlandskjördæmis, þar sem tilkynnt er að kjörbréf hafi verið gefið út til handa Jónasi Árnasyni sem 4. þm. Vesturl., og leggur deildin einróma til að það kjörbréf verði einnig samþykkt.