30.11.1978
Efri deild: 21. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1199 í B-deild Alþingistíðinda. (791)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Ég vil taka það fram að forseti hefur sagt af sér, en það á eftir að ganga frá málinu á þinglegan hátt. Ég vil einnig taka það skýrt fram, að ég tel að það hafi engin umtalsverð óþægindi verið af þessu máli fyrir störf deildarinnar, og enn fremur, að það eru dæmi til þess, að t.d. árið 1950, þegar forseti Sþ. verður forsrh., líða 8 dagar þar til gengið er frá því máli. Ef okkur tekst, sem ég efast ekki um. að ganga frá þessu máli n.k. mánudag, þá verður það innan þeirra tímamarka sem dæmi eru til um þetta efni.