13.03.1980
Sameinað þing: 31. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1077 í B-deild Alþingistíðinda. (1132)

Rannsókn kjörbréfs

Forseti (Jón Helgason):

Mér hefur borist eftirfarandi bréf:

„10. mars 1980.

Þorv. Garðar Kristjánsson, 4. þm. Vestf., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Samkv. beiðni Eyjólfs Konráðs Jónssonar, 5. landsk. þm., sem nú er á förum til útlanda í opinberum erindum, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður hans, Sigurlaug Bjarnadóttir menntaskólakennari, taki á meðan sæti hans á Alþingi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fram fara rannsókn kjörbréfs í sameinuðu þingi.

Helgi Seljan, forseti Ed.“ Þar sem Sigurlaug hefur ekki setið á þessu þingi fyrr þarf að fara fram rannsókn kjörbréfs, og vil ég biðja kjörbréfanefnd að takabréfið til athugunar. Verður fundarhlé í 5 mínútur á meðan. — [Fundarhlé.]