24.03.1980
Neðri deild: 48. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1330 í B-deild Alþingistíðinda. (1307)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Eins og ég kynnti hv. þdm. í upphafi fundar hafði verið fallist á að fresta fundi um þrjúleytið til klukkan fjögur vegna áríðandi funda í þingflokkum. Enda þótt illt sé að höggva þannig umr. sundur verður ekki við því séð nú. En í upphafi fundar klukkan fjögur var hugmynd mín að ljúka 5. dagskrár­málinu, eins og mér skilst að samkomulag hafi verið orðið um að gert yrði á fundi í dag, þ.e. tekjustofnafrv., en að því búnu yrði umr. utan dagskrár. (Gripið fram í.) Já, það reynir þá á það. Ég mun ekki lengi sækja það mál ef menn vilja ekki góðfúslega fallast á að því sé lokið snarlega, en á það reynir. — [Fundarhlé.]