24.03.1980
Efri deild: 52. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1354 í B-deild Alþingistíðinda. (1336)

45. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Það eru sér­kennilegir bullukollar, þm. Alþfl. Þeir sjást greinilega ekki fyrir í sókn sinni eftir þeim fáu áróðursstráum sem þeir finna eða telja sig finna í markaði dagsins. Ég horfði upp á það í Nd. í dag, að hv. þm. Vilmundur Gylfason bar hæstv. félmrh. það á brýn, og sjálfsagt ríkisstj. allri, að verið væri að framkvæma hér lögbrot. Nú kemur hv. þm. Karl Steinar, sendur af fyrrgreindum þm. Vilmundi Gylfasyni, hingað upp í ræðustólinn með svipaðan texta.

Það er vert að minna á tvennt í þessu sambandi. Það fyrra er það, að nýlega er farin frá völdum ríkisstj. þessa sama flokks, Alþfl., sem væntanlega hefur ætlað sér að starfa samkv. lögum. Mér er ekki kunnugt um að eitt einasta af þeim frv., sem sú ríkisstj. lagði fram, m.a. frægt skattstigafrv. og önnur veigamikil frv. í efnahagsmálum, hafi verið tekin fyrir með þeim hætti sem þessir herrar krefjast nú og kalla lögbrot ella. Mér þætti gaman að fá hér fram, ef hægt er að upplýsa, hver af frv., sem ríkisstj. Alþfl. lagði fram sem fullgild ríkisstj. og ætlaði sér að fá tekin fyrir í þinginu eins og hjá hverri annarri ríkisstj., hafi verið borin undir aðila vinnumarkaðarins samkv. 5. gr. laganna um stjórn efnahagsmála sem var verið að vitna í áðan. Mér er nær að halda að það hafi ekki verið eitt einasta af þessum frv. sem þannig var farið með, ­ekki eitt einasta. (Gripið fram í.) Það skiptir ekki máli, vegna þess að það, sem var verið að æpa hér um fyrr í dag og hv. þm. kemur með inn í deildina í kvöld, var ásökun um lögbrot, hvorki meira né minna, — lögbrot ef ekki væri farið með málið með þessum hætti. Þetta er nú heldur veikbyggt áróðursstrá í vindi dagsins.

Hitt er svo sérkennilegra, seinni parturinn í ræðu hv. þm. Karls Steinars Guðnasonar, þegar hann sagði eitthvað á þá leið, að ríkisstj. væri með hækkun útsvar­anna að ráðast gegn hagsmunum launafólks og það mundi spilla fyrir kjarasamningum. Það vill nú svo til, að ríkisstj. hefur ekki lagt þessa hækkun til. Það er ekki ríkisstj. Það er meiri hl. félmn. Nd. Og kaldari kveðju til félaga síns innan verkalýðshreyfingarinnar hef ég ekki heyrt á síðari tímum heldur en þá sem Kari Steinar Guðnason flutti hér til formanns Verkamannasambands Íslands, Guðmundar J. Guðmundssonar. Það verður gagnlegt að tif ja þá ræðu upp á næsta þingi Verkamanna­sambandsins þegar formaður sambandsins þarf að halda sérstaka varnarræðu fyrir varaformanninn til að fá hann kjörinn.

Ég held að þessir ágætu þm. í Alþfl. ættu að átta sig á því, að þessi brtt. er verk þingsins og það eru fjórir þm. í Nd. sem fluttu þessa till., þar með einn fremsti og virtasti forustumaður verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi, sem ég treysti miklu betur til að meta hagsmuni verkafólks i þessu landi heldur en hv. þm. Karli Steinari Guðnasyni. Ég tel að Guðmundur J. Guðmundsson sé öllu færari til þess að túlka raunverulega hagsmuni launafólks í þessu landi en sá þm. sem mælti hér áðan og talaði í nafni Alþfl.

Það er nokkuð síðborin krafa frá hv. þm. að krefjast þess, að leitað sé umsagnar Alþýðusambands Íslands um þessa breytingu, vegna þess að það var á sameiginlegum fundi nefnda beggja deilda sem till. var kynnt og till. afgreidd með tilkynningu um það, að þeir nefndarmenn félmn. Nd., sem vildu að málinu standa, mundu flytja það. Enginn gerði þá athugasemd við það, hvorki hv. þm. Karl Steinar Guðnason né nokkur annar, né hefur nokk­ur gert það á þeim mörgu vikum sem liðnar eru síðan, að nauðsynlegt væri að taka þetta mál til kynningar. Það er nokkuð síðborin krafa og sjálfsagt sett fram í þeim til­gangi einum að reyna hér á Alþ. að koma höggi á for­mann Verkamannasambandsins, sem Karl Steinar Guðnason er ekki maður til að koma á hann innan Verka­mannasambands Íslands.