02.04.1980
Neðri deild: 55. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1716 í B-deild Alþingistíðinda. (1581)

135. mál, orkujöfnunargjald

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Hv. 6. landsk, þm. beindi fsp. til forseta um fundarhald í hv, deild, og fleiri hv. ræðumenn hafa að vísu vikið að því máli. Mér er kunnugt um að það er vilji hæstv. ríkisstj. og stuðningsflokka hennar að bæði dagskrármálin, sem liggja fyrir, fái fullnaðarafgreiðslu á hinu háa Alþingi í dag. Ég vil gera öllum vitanlegt að forseti telur sér skylt að greiða fyrir því, eftir því sem kostur er, að svo megi verða. –[Fundarhlé].