21.04.1980
Efri deild: 66. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2000 í B-deild Alþingistíðinda. (1841)

154. mál, Bjargráðasjóður

Félmrh. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Hinn 9. nóv. s. l. gaf fyrrv. félmrh. út brbl. um breyt. á lögum um Bjargráðasjóð, þar sem er að finna ákvæði um breyt. á útlánakjörum Bjargráðasjóðs í samræmi við það, að Bjargráðasjóður hafi orðið að taka lán, verðtryggð lán, til að mæta þeim vanda sem við sjóðnum blasti vegna hafíss og vorharðinda á árinu 1979. Frv. þetta mun hafa verið lagt fram á hv. Alþ. í desembermánuði, skömmu eftir alþingiskosningar, en einhverra hluta vegna tá það hér í þinginu án þess að það kæmist á nokkur blöð Alþingis fyrr en nú. Hér er um að ræða frv. til l. um staðfestingu á brbl., og leyfi ég mér að leggja til að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. félmn.