21.04.1980
Neðri deild: 62. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2005 í B-deild Alþingistíðinda. (1856)

Umræður utan dagskrár

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Aðeins til þess að láta það koma hér fram, sem ég veit að hv. síðasti ræðumaður var að biðja um, að honum yrði hrósað fyrir formannsstarf í sjútvn., þá skal ég fúslega verða við því. En að sjálfsögðu gildir sú gagnrýni, sem ég var með og beindist að starfi einnar nefndar, og reyndar kom það fram í máli hv. 8. landsk. þm., að hún gagnrýndi störf í annarri nefnd. Hitt veit ég, að það eru fleiri nefndir sem starfa hér og starfa vel. Ég á sæti í nokkrum þeirra og það er vel unnið þar. En sérstaklega er vel unnið í þeirri nefnd sem er undir stjórn hv. síðasta ræðumanns.