21.04.1980
Neðri deild: 62. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2005 í B-deild Alþingistíðinda. (1858)

Umræður utan dagskrár

Dómsmrh. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Umr. hér áðan snerust um það, að nefndir skiluðu seint og illa af sér störfum. En nú bregður svo við, að hv. síðasti ræðumaður kvartar yfir því, að nefndir fái ekki eitt stórmál í viðbót til meðferðar. Ég hef ekki annað um þetta að segja en það, að ég mun við fyrsta tækifæri — ég tók við þessu máli af öðrum — tala fyrir þessu máli, þannig að sú nefnd, sem það fær til meðferðar, hafi eitthvað að gera á næstu dögum og vikum.