06.05.1980
Sameinað þing: 52. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2350 í B-deild Alþingistíðinda. (2251)

149. mál, áfengiskaup ráðuneyta

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Hv. þm. Árni Gunnarsson spyr að því, hve mikið magn áfengis hafi verið keypt af einstökum ráðuneytum hjá Áfengis- og tóbaksversluninni s. l. 10 ár, sundurliðað eftir árum og ráðuneytum. Spurt er um allar tegundir áfengis.

Það er skemmst frá að segja, að strax eftir að þessi fsp. kom fram voru starfsmenn Áfengisverslunar settir í að telja flöskur. Þetta reyndist gífurlegt verk og var fljótt ljóst að nokkuð yrði að fjölga starfsmönnum hjá Áfengisversluninni ef takast ætti að svara þessari fsp. eins og um er spurt áður en þing lýkur störfum í vor. Ég verð því að valda fyrirspyrjanda þeim vonbrigðum, að í þetta sinn verður að duga áfangaskýrsla.

Ég hef fengið bréf Áfengis- og tóbaksverslunarinnar, dags. 5. maí, og það hljóðar svo:

„Eftir beiðni hins háa rn. í bréfi, dags. 15. apríl s. l., varðandi fsp. Árna Gunnarssonar alþm. um áfengiskaup ráðuneyta hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins s. l. 10 ár sendum vér hér með lista yfir þessi kaup fyrir árin 1977, 1978 og 1979. Í listanum eru sundurliðuð kaup hvers rn. fyrir sig eftir mánuðum, flöskutölu og verðmæti. Verðið er hið sama og erlend sendiráð greiða fyrir áfengi hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins á hverjum tíma. Því miður getum vér ekki sent yfirlit yfir fleiri ár að þessu sinni, þar sem mjög tímafrekt er að taka saman sundurliðun sem þessa eftir langan tíma og vér höfum mjög takmarkaðan vinnukraft til þess að taka að sér verkefni utan hinna venjulegu starfa sem verða að ganga fyrir daglega.

Varðandi fsp. Árna Gunnarssonar nr. 3, þ. e.: „Eru aðgreind kaup ráðherra og ráðuneyta á áfengi?“ — er það að segja, að ráðherrar afsöluðu sér réttindum til þess að kaupa áfengi á diplomataverði árið 1971. Diplómataverðlisti 12. sept. 1979, sem enn er í gildi, fylgir hér með.“

Í yfirliti, sem fylgir þessu bréfi, er að finna svofelldar upplýsingar um kaup ráðuneyta á víni frá ársbyrjun 1977 til loka febrúar 1980 og vil ég þá gera grein fyrir þessum magntölum. Ég tek fyrst árið 1977, síðan 1978, síðan 1979 og því næst tvo fyrstu mánuði ársins 1980.

1977

1978

1979

1980

jan.

febr.

fl.

fl.

fl.

fl.

fl

Forsrn.

4423

4329

2414

747

302

Menntmrn.

0

0

378

26

68

Utanrrn.

5213

1645

2231

276

195

Landbrn.

245

356

644

90

42

Sjútvrn.

741

432

460

91

28

Dóms- og

kirkjumrn.

17

180

263

0

0

Félmrn.

106

386

288

0

0

Heilbr.- og

trmrn.

140

138

348

0

0

Fjmrn.

1098

1241

1660

90

165

Samgrn.

228

178

178

218

24

Iðnrn.

455

234

511

24

0

Viðskrn.

71

12

76

0

0

Þetta voru magntölurnar og það skal hér tekið fram, að hér eiga hlut að bæði stórar flöskur og smáar með borðvínum jafnt sem sterkum drykkjum.

Þessum lista fylgir verðlag þessara flaskna allra, jafnítarlega sundurliðað, og vegna þess að ég veit að Alþ. hefur nú mörgum hnöppum að hneppa þessa daga, þá ætla ég að hlífa þm. við þessum lestri, en hef beðið starfsmenn að útbýta lista þar sem gerð er grein fyrir þessum tölum, sem ég tel ekki ástæðu til að rekja hér í smáatriðum.

Eins og fram kom í bréfi Áfengisverslunar, sem vitnað var til áðan, afsöluðu ráðherrar sér árið 1971 þeim réttindum að geta keypt vín með sérstökum kjörum. Kaup ráðh. eru því ekki inni í þeim tölum sem tilgreindar hafa verið, enda eru þau þeirra einkamál. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins fylgir þeirri meginreglu bókhaldstaga að hafa öll fskj. undanfarinna sex ára aðgengileg endurskoðendum. Skjölum um kaup ráðuneyta hefur aldrei verið haldið aðgreindum frá öðrum sölunótum. Þrátt fyrir þá miklu vinnu, er leggja verður í að fletta bókum

Áfengis- og tóbaksverslunar, hef ég sérstaklega óskað þess, að lokið verði hið fyrsta við yfirlit, er nái til sex undanfarinna ára, og vonast til að geta veitt fyrirspyrjanda fullnægjandi svar að því er þau ár varðar áður en lagt um liður.