09.05.1980
Neðri deild: 73. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2546 í B-deild Alþingistíðinda. (2472)

173. mál, eyðing refa og minka

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Það er rétt, að á Vestfjörðum mun grenjaskytta aldrei hafa verið spurð að því, hvernig gengi með vinnslu grenisins. Ég tel nú að ekki þurfi að bera fram sérstaka brtt. fyrir þessu, en legg til að málsl. orðist svo: „Oddviti (bæjarstjóri) greiðir verðlaun þessi, enda séu honum færðar sannanir fyrir að dýrin hafi verið unnin.“ Ég skoða þessa stafsetningarþrætu leysta ef enginn mælir því í gegn.