17.05.1980
Neðri deild: 79. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2799 í B-deild Alþingistíðinda. (2772)

52. mál, almenn hegningarlög

Frsm. (Jósef H. Þorgeirsson):

Herra forseti. Allshn. hefur haft til athugunar frv. til l. um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19 frá 1940, sbr. lög nr. 101 frá 1976. Frv. þetta gerir ráð fyrir að sektarramminn í 50. gr. laganna sé hækkaður upp í 30 millj. kr., en hann er í lögunum eins og þau eru 5 millj. kr. Það má geta þess til fróðleiks, að þegar almennu hegningarlögin voru sett árið 1940 þótti við hæfi að þessi sektarrammi væri 30 þús. kr. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og þykir hæfilegt að sektarramminn sé 30 millj. kr.

N. er sammála um að mæla með því við hv. Nd. að frv. verði samþykkt óbreytt.