21.01.1980
Efri deild: 22. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 425 í B-deild Alþingistíðinda. (475)

19. mál, stöðvun verkfalls á farskipum og verkbannsaðgerða

Forsrh. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. S.l. vor var verkfall á farskipum hér á landi og fylgdu því verkbannsaðgerðir af hálfu Vinnuveitendasambands Íslands. Svo fór, að þáv. ríkisstj. taldi óhjákvæmilegt að leysa þessa deilu með brbl. og voru þau gefin út 19. júní. Eins og lög mæla fyrir voru þessi brbl. lögð fram strax í upphafi þings sem saman kom 10. okt. s.l. Nú var það þing mjög stutt og gafst því ekki tími til að afgreiða þessi brbl. Ástæðan fyrir þeirri tímaþröng var að meiri hluti þings hafði ákveðið að gangast fyrir kosningum í desember og þurfti að hyggja að tíma sem aðdragandi þeirra útheimti. Til þess nú að brbl. gengju ekki úr gildi þegar þing var rofið greip sú ríkisstj., sem þá hafði tekið við, til þess ráðs eftir vandlega íhugun og eftir að hafa ráðgast við sérfróða menn að endurgefa út þessi sömu lög, til þess að hægt væri að leggja þau fram á eðlilegan hátt á Alþ. við fyrsta tækifæri.

Þetta frv. er um staðfestingu á hinum endurútgefnu brbl., annars algerlega óbreyttum, og sé ég ekki ástæðu til að fara um það frekari orðum, því ég hygg að málsatvik séu mönnum í fersku minni.

Herra forseti. Ég legg til að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. félmn.