24.01.1980
Efri deild: 24. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 545 í B-deild Alþingistíðinda. (618)

Afgreiðsla mála úr nefndum

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Er þá lokið dagskrá þessa fundar, en næsti fundur verður boðaður kl. 6 í dag. Ef þær nefndir verða búnar að ljúka störfum, sem dagskrármálunum var vísað til, verða þau mál tekin fyrir. En í tilefni af því, sem hefur verið sagt í nmr. á þessum fundi, vil ég taka það fram, sem raunar er augljóst, að það er á valdi viðkomandi nefnda hvenær málin verða afgreidd frá þeim.