03.12.1980
Efri deild: 19. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1084 í B-deild Alþingistíðinda. (1013)

119. mál, Lífeyrissjóður bænda

Forseti (Helgi Seljan):

Ég skal verða við ósk hv. 2. þm. Reykn. Ég ætla hins vegar að doka við með það að taka málið alveg út af dagskrá ef vera kynni að hæstv. fjmrh. kæmi í húsið áður en við hefðum lokið dagskrá þessa fundar. Þá mætti fá svör við þessu. Umr. um þetta mál er því frestað um stund, en það ekki tekið út af dagskrá alveg í dag. Það er rétt að sjá til vegna þess að gott væri að ljúka umr. Við fáum á okkur á næstunni töluverðan slatta af frv. úr Nd. og best væri að ljúka sem mestu sem er á dagskránni í dag ef unnt er. — En ég skal fúslega verða við ósk 2. þm. Reykn.