11.12.1980
Efri deild: 28. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1329 í B-deild Alþingistíðinda. (1331)

28. mál, meinatæknar

Félmrh. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Það frv., sem hér er um að ræða, hefur á þessu hv. Alþingi hlotið meðferð Nd. og verið afgreitt þaðan samhljóða. Nákvæmlega sama frv. var til meðferðar hér í hv. Ed. s.l. vor og hlaut þá fullnaðarmeðferð í þeirri deild. Frv. fjallar um það, hverjir hafi rétt til að kalla sig meinatækna á Íslandi og hvaða skilyrði menn þurfi að uppfylla til þess að mega gegn störfum meinatækna. Frv. er í 11. greinum og er með hefðbundnu sniði þegar um er að ræða svo kallaðar tæknimenntaðar heilbrigðisstéttir.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um frv. þetta, herra forseti, og legg til að því verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. heilbr.- og trn.