13.12.1980
Sameinað þing: 34. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1427 í B-deild Alþingistíðinda. (1403)

1. mál, fjárlög 1981

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég vek athygli á því, að að framkvæmdamætti leggjum við Íslendingar aðeins til helming þess sem Færeyingar leggja til hafnamála. Það er ekki rausnarlegt. Ég tel miklu skipta að þessu fé sé vel varið. Ég get ekki fallist á, að það sé einkamál þm. Sunnlendinga að fara út í hafnarframkvæmdir á Vík í Mýrdal eða Þykkvabæ, og tel að þetta fé væri betur komið í annarri höfn í Norðurlandskjördæmi vestra og að þetta fé muni ekki koma að gagni eins og þarna er lagt til að því sé varið. Ég legg áherslu á að ég vil að þetta fé renni til hafnargerðar í Norðurlandskjördæmi vestra, en vil ekki að það fari á þennan stað og segi nei.