15.12.1980
Efri deild: 30. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1429 í B-deild Alþingistíðinda. (1410)

144. mál, eftirlaun til aldraðra

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Heilbr.og trn. þessarar hv. d. hefur haft til meðferðar frv. til l. um breyt. á lögum nr. 97 1979, um eftirlaun til aldraðra. Frv. þetta var lagt fram í samræmi við fyrirheit ríkisstj. í sambandi við lausn á kjaradeilu ASÍ og vinnuveitenda í okt. s.l.

Nefndin hefur fjallað um málið og leggur til að frv. verði samþ. eins og það var afgreitt frá Nd.

Gunnar Thoroddsen var fjarverandi afgreiðslu málsins. Aðrir nm. skrifa undir nál.